Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 10:21 Fjölmargir óökuhæfir bílar úti í vegakanti á þjóðveginum nærri Möðrudal. Helga Björg Eiríksdóttir Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Ferðamennirnir komust hvorki lönd né strönd á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gær. Björgunarsveitir komu fólki til aðstoðar og sömuleiðis Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldari í Fjalladýrð. Hann segir gott hljóð í ferðalöngunum sem gistu í Fjalladýrð í nótt. Fólk hafi verið í áfalli í gær eftir óveðrið en bjartsýni svífi yfir vötnum hjá fólkinu í morgunsárið. Fólk hafi snætt morgunverð á hlaðborði hússins. Vonir standi til að bílaleigurnar sendi nýja bíla á viðskiptavini sína. „Bílaleigurnar eru misjafnar. En ég held að flestar séu að koma með nýja bíla fyrir fólkið.“ Héldu upp á áramótin Þá stendur annað verkefni fyrir höndum. Að fjarlægja alla ónýtu bílana. Hann sjálfur komi eflaust að því verkefni en fleiri aðilar á svæðinu taki að sér slík verkefni. Því verki verði líkast til lokið á morgun. Bílar í misgóðu ástandi við Beitarhúsið.Helga Björg Eiríksdóttir „Margir bílar eru ónýtir og óaksturshæfir. Fjöldi bíla er ekki með einni heilli rúðu í,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að ferðalangar hafi tapað einhverjum verðmætum í óveðrinu. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að tæma alla bílana við björgunarstörf í gær. „Það voru allir glaðir að komast inn í hlýju og fá að borða,“ segir Vilhjálmur. Fólk frá öllum heimshornum hafi gist í Fjalladýrð í nótt. Þeirra á meðal fimm Ísraelar sem héldu upp á nýtt ár í gær. Aðspurður hvernig þau hátíðahöld hafi farið fram svarar Vilhjálmur: „Bara eins og þú heldur upp á áramótin. Það var étið, drukkið og haft gaman.“ Bílarnir fullir af sandi og snjó Vilhjálmur man tímana tvenna og sömuleiðis fjölmörg fyrri óveður. Hann segir þetta ekki það versta sem hann muni eftir. Hann muni þó ekki eftir slíkum fjölda ferðamanna sem hafi lent í ógöngum. Ástand bílanna er allt annað en gott.Helga Björg Eiríksdóttir „Spáin var ekki svona slæm. Þetta varð miklu verra en reiknað hafði verið með,“ segir Vilhjálmur. Hann hafði verið á ferðinni í morgun og skoðað skemmdu bílana. „Bílarnir eru hálffullir af snjó og sandi. Svo er lakkið farið af þessum bíl að stórum hluta,“ segir Vilhjálmur. Hægt væri að lýsa veðrinu í gær frekar sem grjótfoki en sandfoki. Að neðan má sjá fleiri myndir sem Helga Björg Eiríksdóttir, eigandi harðfiskverkunarinnar Sporð á Borgarfirði eystra, tók í morgun. Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir Helga Björg Eiríksdóttir
Ferðamennska á Íslandi Veður Samgöngur Múlaþing Tengdar fréttir Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. 26. september 2022 08:33
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33