Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. september 2022 16:27 Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám. Veðurstofan Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum. Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Samkvæmt horfum næsta sólarhringinn hjá Veðurstofunni verður vestan stormur víða á landinu í nótt en honum fylgi snarpar vindhviður. Það snúist í norðvestan 20 til 28 metra á sekúndu á morgun, sunnudag. Hættulegar vindhviður verði á Suðausturlandi og Austurlandi. Búist sé við rigningu nærri sjávarmáli á Norður- og Austurlandi en slydda og snjókoma verði á á heiðum og til fjalla. Slæmt eða ekkert ferðaveður sé þar sem viðvaranirnar eru í gildi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði en miklar líkur eru sagðar á foktjóni og grjótfoki. Norðvestan rok eða stormur sé væntanlegur 25 til 33 metrar á sekúndu en vindhviður geti farið yfir 45 metra á sekúndu. Nánari upplýsingar um veðurviðvaranir Veðurstofunnar má sjá hér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hefur einnig sent frá sér tilkynningu vegna veðursins. „Á morgun er suðaustanlands og á Austfjörðum spáð er slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50-60 m/s. Vegna þessa er hætt við að vegir geti lokast, m.a. hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum,“ skrifar Einar. Almenningur er hvattur til þess að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til rauðrar viðvörunar á Austfjörðum.
Almannavarnir Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira