Um 300 hross í Laufskálarétt í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2022 12:05 Mikil og góð stemming er í Laufskálarétt í dag eins og alltaf þegar Skagfirðingar og gestir þeirra koma saman. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú þúsund manns eru nú í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði en hrossin í réttinni eru þó ekki nema um þrjú hundruð. Dagurinn endar á réttarballi í kvöld. Réttað er nú í stærstu stóðrétt landsins, Laufskálarétt en rekstrarstörf hófumst klukkan hálf tólf og réttirnar sjálfar hefjast klukkan 13:00 . Mikill mannfjöldi er á svæðinu enda stóðréttir alltaf mikill menningarviðburður og skemmtun í leiðinni. Stóðrekstarstjóri er Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum. „Það gekk vel að smala. Við gáðum í dalina síðustu helgi í rjóma blíðu og svo sóttum við hrossin i dalinn og rákum þau til réttar á réttardaginn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að það sé fyrst og fremst Kolbeinsdalur, sem sé smalaður og tveir afdalir af honum, eða Heljardalur og Skíðadalur, sem þarf að líta inn í og athuga hvort það standi einhver hross eftir þar. Kolbeinsdalur er um 15 kílómetrar. Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum er alltaf vel ríðandi en hann er stóðrekstrarstjóri í Laufskálarétt.Aðsend En hvernig er ástandið á hrossunum í réttunum eftir sumarið? „Það er nú grasár auðvitað og hross eru feit og kannski of feit, það verður að fara að gá að sér að hross verði ekki of feit.“ Ólafur segir að hrossum sé alltaf að fækka og fækka í réttunum, enda séu þau ekki nema um 300 í ár. Og þessar réttir, þær eru mjög vinsælar? „Já, já, enda reynum við að hafa gaman af hvert öðru hérna, taka lagið og skemmta okkur, þetta er gleðidagur. Það er svona spennandi andrúmsloft þegar margir hestamenn víða að koma saman,“ segir Ólafur enn fremur. Í kvöld er síðan réttarball og gleði langt fram eftir nóttu að hætti Skagfirðinga. Skagafjörður Landbúnaður Hestar Réttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Réttað er nú í stærstu stóðrétt landsins, Laufskálarétt en rekstrarstörf hófumst klukkan hálf tólf og réttirnar sjálfar hefjast klukkan 13:00 . Mikill mannfjöldi er á svæðinu enda stóðréttir alltaf mikill menningarviðburður og skemmtun í leiðinni. Stóðrekstarstjóri er Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum. „Það gekk vel að smala. Við gáðum í dalina síðustu helgi í rjóma blíðu og svo sóttum við hrossin i dalinn og rákum þau til réttar á réttardaginn,“ segir Ólafur. Ólafur segir að það sé fyrst og fremst Kolbeinsdalur, sem sé smalaður og tveir afdalir af honum, eða Heljardalur og Skíðadalur, sem þarf að líta inn í og athuga hvort það standi einhver hross eftir þar. Kolbeinsdalur er um 15 kílómetrar. Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum er alltaf vel ríðandi en hann er stóðrekstrarstjóri í Laufskálarétt.Aðsend En hvernig er ástandið á hrossunum í réttunum eftir sumarið? „Það er nú grasár auðvitað og hross eru feit og kannski of feit, það verður að fara að gá að sér að hross verði ekki of feit.“ Ólafur segir að hrossum sé alltaf að fækka og fækka í réttunum, enda séu þau ekki nema um 300 í ár. Og þessar réttir, þær eru mjög vinsælar? „Já, já, enda reynum við að hafa gaman af hvert öðru hérna, taka lagið og skemmta okkur, þetta er gleðidagur. Það er svona spennandi andrúmsloft þegar margir hestamenn víða að koma saman,“ segir Ólafur enn fremur. Í kvöld er síðan réttarball og gleði langt fram eftir nóttu að hætti Skagfirðinga.
Skagafjörður Landbúnaður Hestar Réttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira