Segir atvikið aðför að blaðamönnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. september 2022 21:06 Margréti var fylgt frá borði af lögreglu. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi. Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi.
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33