Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2022 20:00 Aðgerðir lögreglu og sérsveitar á miðvikudag voru gríðarlega umfangsmiklar. Leitað var í níu húsum að vopnum og gögnum sem gætu tengst málinu. Aðsent Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn: Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag ásamt tveimur öðrum sem var sleppt úr haldi skömmu síðar. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald en hinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar þeirra verið handtekinn á þriðjudag fyrir viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann hlaut þá vikulangt gæsluvarðhald og var látinn laus síðasta þriðjudag. Eftir það virðast mennirnir hafa hafið samskipti sín sem lögregla telur benda til þess að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Hún hefur fylgst vel með mönnunum og samskiptum þeirra lengi en á miðvikudag fer hún í þær umfangsmiklu aðgerðir sem greint hefur verið frá. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um „fjöldamorð“ í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögregla hafði þá þegar grun um að mennirnir byggju yfir gríðarlegu magni skotvopna og greip því samstundis inn í. Alls var farið í húsleit á níu stöðum, meðal annars á heimilum mannanna tveggja. Hald var lagt á tugi skotvopna og þúsundir skotfæra en einnig þrívíddarprentara sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopnin með. Einnig hefur fréttastofa heimildir fyrir því að skotvopn föður annars þeirra hafi verið handlögð en hann leigði og bjó með syni sínum. Þau skotvopn voru geymd í byssuskáp á heimili þeirra. Fréttastofa hefur verið í samskiptum við nokkra sem tengjast vel öðrum manninum. Þeir þvertaka fyrir að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við öfgahópa af neinu tagi. Þeim finnst sú hugmynd raunar hlægileg. Allt bendir til að mennirnir hafi mun frekar tengingu inn í undirheima landsins heldur en við nokkra öfgahópa þó lögregla rannsaki hvort einhver fótur sé fyrir slíkum kenningum. Þrívíddarprentarar misnotaðir Þetta er í annað skipti sem þrívíddarprentuð skotvopn spila stóran þátt í rannsókn lögreglu. Í febrúar á þessu ári fjallaði fréttastofa ítarlega um hvernig þessi nýja tækni væri misnotuð hér á landi til að prenta byssur. Það var í kjölfar skotárásar sem framin var í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti þar sem íslenskur karlmaður var skotinn í brjóstið með þrívíddarprentaðri byssu. Lögregla vildi ekki greina frá því í samtali við fréttastofu í dag hvort málin tengist beint. Hér má sjá innslag fréttastofu frá því í febrúar um þvívíddarprentuð vopn:
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent