Óþolandi refhvörf í laxeldinu Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 16:24 Frá Berufirði. Neytendasamtökin segja að sjókvíaeldi sé beinlínis flokkaður sem mengandi iðnaður og því sé alveg úr vegi að tala um vistvæna framleiðslu. vísir/vilhelm Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi. Neytendur Fiskeldi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Þessi fyrirtæki hafa fullyrt, við auglýsingar á vörum sínum, að um væri að ræða „vistvænt sjóeldi“ en það er sagt afar villandi í úrskurði. Neytendasamtökin telja einsýnt að „orðnotkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi refhvörf“. Þannig er sjókvíaeldi beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar enda fer skólpið sem verður til við framleiðsluna beint í sjóinn. Norska umhverfisstofnunin hefur metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum,“ segir í umfjöllun samtakanna um málið. En úrskurður Neytendastofu kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna. Ekki vistvæn framleiðsla heldur þvert á móti Í máli Neytendasamtakanna kemur fram að Laxar séu til að mynda með leyfi fyrir 16.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði, sem framleiðir þannig skólp á við 256.000 manns. Það getur ekki talist vistvænt, segir Neytendastofa og stígur fast inn í eldfima umræðu um sjókvíaeldi. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Samtökin segja afar villandi að tala um vistvæna framleiðslu þegar talað er um sjókvíaeldi og nú liggur fyrir einmitt sú niðurstaða í málinu.vísir/arnar „Erfðablöndun villtra stofna er að sama skapi afleiðing af sjókvíaeldi. Hún hefur verið staðfest hér rétt eins og í öllum löndum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Hér hefur Hafrannsóknarstofnun gefið út „áhættumat erfðablöndunar“. Þar er miðað við að allt að 4% af laxi í ám geti komið úr eldi. Það er í raun sturluð tala, einn af hverjum tuttugu löxum. Það getur ekki talist vistvænt.“ Gátu ekki sýnt fram á neitt vistvænt við framleiðsluna Rakið er að á umbúðum Norðanfisks sé fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin óskuðu eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki? Í svörum fyrirtækisins kom fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt en hefðu enn ekki hlotið neinar vottanir. Í framhaldinu sendu Neytendasamtökin kvörtun til Neytendastofu sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi framsetning sé brot á lögum. Umrædd fyrirtæki gátu ekki sýnt fram á að fullyrðingar um vistvænt og sjálfbært laxeldi ættu rétt á sér og væru því villandi.
Neytendur Fiskeldi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira