Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastsins og einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, greindi frá þessu á Twitter í dag.
Grill66-deildin í ár hefur allt nema fjölda liða. Við þurfum fleiri lið og burt með þessi U-lið. Þórsarar voru að henda í loftið bombu. Josip Vekic er mættur í Grillið. Atvinnumaður sem var að leika í þristinum hjá Vardar í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/aUx9eDRXdG
— Arnar Daði (@arnardadi) September 23, 2022
Vekic þekkir vel til Stevces Alusevski, þjálfara Þórs, en hann lék undir hans stjórn hjá norður-makedónska stórveldinu Vardar. Vekic lék meðal annars með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann lék einnig með Zagreb í sömu keppni. Þórsarar ku hafa reynt að fá Vekic á síðasta tímabili en þá lék hann með Kriens-Luzern í Sviss.
Vekic er engin smásmíði, telur 2,09 metra og vegur 108 kg. Hann leikur í stöðu hægri skyttu. Vekic gerir tveggja ára samning við Þór. Auk hans hafa Þórsarar fengið norður-makedónskan línumann, Kostadin Petrov, og færeyska hornamanninn Jonn Rói Þorfinnsson.
Þór mætir Fjölni í upphafsleik Grill 66 deildarinnar klukkan 17:30 í dag. Þórsarar enduðu í 4. sæti deildarinnar á síðasta tímabili sem var það fyrsta undir stjórn Alusevskis.