Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2022 09:00 Búast má við töluverðum breytingum á spænska liðinu sem keppti á EM í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið. Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið.
Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira