Drep-fyndin kynferðisleg áreitni Sveinn Waage skrifar 23. september 2022 08:01 Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Sveinn Waage Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun