Drep-fyndin kynferðisleg áreitni Sveinn Waage skrifar 23. september 2022 08:01 Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Sveinn Waage Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun