„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 16:31 Murray var jafn góður í síðari hálfleik og hann var slakur í þeim fyrri. Jeff Bottari/Getty Images Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira