Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2022 13:31 Gavin Anthony er núverandi formaður Aðventkirkjunnar en í kvöld hefst kjörfundur og stendur yfir helgina. Líklega verður að formanninum sótt vegna samninga stjórnar um efnistöku og námuvinnslu í felli sem er í eigu safnaðarins. vísir/vilhelm Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. Í minnispunktum sem lagðir verða fyrir fundinn eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samninga kirkjunnar um námugröftinn og því velt upp að stjórn KSDA hafi hugsanlega verið blekkt af viðsemjendum sínum, sem eru Eden Mining eða að hún hafi vísvitandi gengið annarra erinda en þeirra að gæta hagsmuna kirkjunnar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem ber á milli. „Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ (Sálmarnir 121:1-2) Þessa tilvitnun má sjá á heimasíðu Aðventkirkjunnar og það er einmitt það sem málið snýst um. Fjall, nánar tiltekið Litla-Sandfell í Þrengslunum og svo Lambafell. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um stendur til að skófla Litla-Sandfelli í burtu og nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu. Fjallið er í eigu Aðventista. Stefnir í átakafund Vísir hefur greint ítarlega frá ólgu innan Aðventkirkjunnar vegna mála sem þessu tengjast. Gavin Anthony, formaður kirkjunnar á Íslandi, segir það rétt að innan safnaðarins hafi heyrst efasemdir um „nokkurra safnaðarmeðlima vegna samningsins, og þá helst um fyrirkomulagið en ekki sjálfa efnistökuna. Öll stjórn safnaðarins stendur hins vegar heilshugar að baki samningnum en gerðar hafa verið úttektir á ferlinu á ýmsum stigum, meðal annars af æðri stofnunum innan kirkju SDA og óháðum aðilum,“ sagði Gavin í samtali við Vísi. Gagnrýni hóps innan Aðventkirkjunnar snýr að leynd sem um samning milli kirkjunnar annars vegar og svo fyrirtækisins Eden Mining sem svo hefur milligöngu um efnissöluna hefur ríkt. Það er dótturfyrirtæki Heidelberg, Hornsteinn hvar Þorsteinn Víglundsson er forstjóri. Eden Mining er í eigu tveggja aðventista, þeirra Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Hópur innan Aðventkirkjunnar telur ýmislegt málum blandið varðandi þann samning, að kirkjan fái ekki það sem henni ber og jafnvel hafa komið fram efasemdir um að samningurinn sé löglegur. Gavin Anthony hefur hins vegar sagt að ekki komi til greina að rifta samningnum, hann sé bindandi og hann standi. Um þetta verður tekist á fundinum. Samningurinn hugsanlega ólöglegur Búið er að senda út fundargögn til fundarmanna, fundurinn hefst í kvöld en gert er ráð fyrir því að námuvinnslan verði tekin til umfjöllunar á sunnudaginn. Hópurinn sem vill ræða samninginn á gagnrýninn hátt hefur látið vinna lögfræðiálit sem ekki er tilbúið en í minnispunktum Kristins Hallgrímssonar lögmanns hjá ARTA lögmanna ehf. eru settar fram efasemdir, og þeim efasemdum verður dreift til allra fulltrúa fundarins. Litla Sandfell. Eins og sjá má hefur þegar verið tekið úr fjallinu en til stendur að skófla því öllu í burtu.vísir/egill Í þeim minnispunktum segir að álit ARTA sé, og vísað er til 18. greinar samþykkta Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA), að aðalfundarfulltrúar skuli fjalla um og taka afstöðu til allra meiriháttarmála sem taka til ráðstöfunar eigna sem ekki geta talist hluti af eðlilegri starfsemi KSDA. Samningar kirkjunnar hljóti að falla undir það ákvæði og því hafi ekki verið sinnt. Þannig megi ætla að samningarnir við Eden Mining séu ólöglegir. Alvarlegar ásakanir um að kirkjan hafi verið hlunnfarin Þetta er þó ekki alvarlegasta álitaefnið sem upp hefur komið við gerð þessa minnisblaðs, segir í álitinu, þó mikilvægt sé. „Hitt skiptir enn meiru máli að svo virðist sem stjórn KSDA hafi alls ekki gætt hagsmuna KSDA nægilega, a.m.k. ekki í tveimur fyrstu samningunum, og ekki gengið eftir framkvæmd og efndum þeirra, en upplýsingar liggja ekki fyrir um raunveruleg efnisatriði þriðja samningsins, nema um aðila samnings, efnistökustaði, og gildistíma.“ Úr minnispunktum Kristins Hallgrímssonar lögmanns hjá ARTA lögmönnum. skjáskot Þá segir: „Ef rétt er að námuréttarhafi hafi haft tæpar 190 milljónir króna af efnissölu úr námu KSDA við Lambafell árin 2017-2021, til tveggja tilgreindra kaupenda, en haft sjálfur af óverulegan kostnað, og greitt KSDA samtals tæpar 25 milljónir króna í endurgjald fyrir, þá bendir allt til að stjórn KSDA hafi ekki, eins og fyrr er getið, gætt hagsmuna Kirkjunnar við framkvæmd og eftirfylgni jarðefnatökusamninganna eldri.“ Niðurstaða Kristins eins og hún birtist í minnisblaðinu er harkaleg: „Annað tveggja hefur stjórn KSDA verið blekkt af viðsemjendum sínum, eða vísvitandi gengið annarra erinda en að gæta hagsmuna KSDA við framkvæmd og eftirfylgni saminganna. Þess utan bendir allt til að uppgjör viðsemjenda við KSDA hafi ekki verið í samræmi við samninga aðila, þar sem hallað hafi verulega á KSDA. Námuvinnsla Ölfus Félagasamtök Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Í minnispunktum sem lagðir verða fyrir fundinn eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samninga kirkjunnar um námugröftinn og því velt upp að stjórn KSDA hafi hugsanlega verið blekkt af viðsemjendum sínum, sem eru Eden Mining eða að hún hafi vísvitandi gengið annarra erinda en þeirra að gæta hagsmuna kirkjunnar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem ber á milli. „Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ (Sálmarnir 121:1-2) Þessa tilvitnun má sjá á heimasíðu Aðventkirkjunnar og það er einmitt það sem málið snýst um. Fjall, nánar tiltekið Litla-Sandfell í Þrengslunum og svo Lambafell. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um stendur til að skófla Litla-Sandfelli í burtu og nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu. Fjallið er í eigu Aðventista. Stefnir í átakafund Vísir hefur greint ítarlega frá ólgu innan Aðventkirkjunnar vegna mála sem þessu tengjast. Gavin Anthony, formaður kirkjunnar á Íslandi, segir það rétt að innan safnaðarins hafi heyrst efasemdir um „nokkurra safnaðarmeðlima vegna samningsins, og þá helst um fyrirkomulagið en ekki sjálfa efnistökuna. Öll stjórn safnaðarins stendur hins vegar heilshugar að baki samningnum en gerðar hafa verið úttektir á ferlinu á ýmsum stigum, meðal annars af æðri stofnunum innan kirkju SDA og óháðum aðilum,“ sagði Gavin í samtali við Vísi. Gagnrýni hóps innan Aðventkirkjunnar snýr að leynd sem um samning milli kirkjunnar annars vegar og svo fyrirtækisins Eden Mining sem svo hefur milligöngu um efnissöluna hefur ríkt. Það er dótturfyrirtæki Heidelberg, Hornsteinn hvar Þorsteinn Víglundsson er forstjóri. Eden Mining er í eigu tveggja aðventista, þeirra Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Hópur innan Aðventkirkjunnar telur ýmislegt málum blandið varðandi þann samning, að kirkjan fái ekki það sem henni ber og jafnvel hafa komið fram efasemdir um að samningurinn sé löglegur. Gavin Anthony hefur hins vegar sagt að ekki komi til greina að rifta samningnum, hann sé bindandi og hann standi. Um þetta verður tekist á fundinum. Samningurinn hugsanlega ólöglegur Búið er að senda út fundargögn til fundarmanna, fundurinn hefst í kvöld en gert er ráð fyrir því að námuvinnslan verði tekin til umfjöllunar á sunnudaginn. Hópurinn sem vill ræða samninginn á gagnrýninn hátt hefur látið vinna lögfræðiálit sem ekki er tilbúið en í minnispunktum Kristins Hallgrímssonar lögmanns hjá ARTA lögmanna ehf. eru settar fram efasemdir, og þeim efasemdum verður dreift til allra fulltrúa fundarins. Litla Sandfell. Eins og sjá má hefur þegar verið tekið úr fjallinu en til stendur að skófla því öllu í burtu.vísir/egill Í þeim minnispunktum segir að álit ARTA sé, og vísað er til 18. greinar samþykkta Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA), að aðalfundarfulltrúar skuli fjalla um og taka afstöðu til allra meiriháttarmála sem taka til ráðstöfunar eigna sem ekki geta talist hluti af eðlilegri starfsemi KSDA. Samningar kirkjunnar hljóti að falla undir það ákvæði og því hafi ekki verið sinnt. Þannig megi ætla að samningarnir við Eden Mining séu ólöglegir. Alvarlegar ásakanir um að kirkjan hafi verið hlunnfarin Þetta er þó ekki alvarlegasta álitaefnið sem upp hefur komið við gerð þessa minnisblaðs, segir í álitinu, þó mikilvægt sé. „Hitt skiptir enn meiru máli að svo virðist sem stjórn KSDA hafi alls ekki gætt hagsmuna KSDA nægilega, a.m.k. ekki í tveimur fyrstu samningunum, og ekki gengið eftir framkvæmd og efndum þeirra, en upplýsingar liggja ekki fyrir um raunveruleg efnisatriði þriðja samningsins, nema um aðila samnings, efnistökustaði, og gildistíma.“ Úr minnispunktum Kristins Hallgrímssonar lögmanns hjá ARTA lögmönnum. skjáskot Þá segir: „Ef rétt er að námuréttarhafi hafi haft tæpar 190 milljónir króna af efnissölu úr námu KSDA við Lambafell árin 2017-2021, til tveggja tilgreindra kaupenda, en haft sjálfur af óverulegan kostnað, og greitt KSDA samtals tæpar 25 milljónir króna í endurgjald fyrir, þá bendir allt til að stjórn KSDA hafi ekki, eins og fyrr er getið, gætt hagsmuna Kirkjunnar við framkvæmd og eftirfylgni jarðefnatökusamninganna eldri.“ Niðurstaða Kristins eins og hún birtist í minnisblaðinu er harkaleg: „Annað tveggja hefur stjórn KSDA verið blekkt af viðsemjendum sínum, eða vísvitandi gengið annarra erinda en að gæta hagsmuna KSDA við framkvæmd og eftirfylgni saminganna. Þess utan bendir allt til að uppgjör viðsemjenda við KSDA hafi ekki verið í samræmi við samninga aðila, þar sem hallað hafi verulega á KSDA.
Námuvinnsla Ölfus Félagasamtök Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira