„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Snorri Másson skrifar 22. september 2022 11:32 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar breytingar hjá lögreglu svo að bregðast megi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira