„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Snorri Másson skrifar 22. september 2022 11:32 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar breytingar hjá lögreglu svo að bregðast megi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira