„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 12:30 Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC. @pauchandballofficiel Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024. Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira