„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 12:30 Kristján Örn Kristjánsson er algjör lykilmaður í liði PAUC. @pauchandballofficiel Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024. Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Kristján blæs hins vegar á orðróma um það að hann sé á leið til ungverska stórliðsins Pick Szeged, þegar blaðamaður ber málið undir hann. Á Wikipedia-síðu ungverska félagsins stóð að von væri á Kristjáni næsta sumar en þeirri fullyrðingu hefur nú verið eytt. „Þú ert fimmti maðurinn til að segja mér þetta, að ég sé að fara til Pick Szeged, en ég hef aldrei fengið að heyra frá félaginu. Það er mjög áhugavert að heyra þetta frá öllum nema umboðsmanninum mínum,“ segir Kristján laufléttur í bragði en hann ræddi við Vísi í byrjun vikunnar. „Ég er alveg hreinskilinn með það að þetta hefur ekkert verið til umræðu. Ég hef svo sem heyrt af því að þarna séu einhver vandræði með hægri skyttustöðuna, vegna meiðsla, en hingað til hef ég ekki heyrt neitt nema einhverja svona orðróma.“ Ánægður og samdi aftur við félagið Kristján kom til Aix, eða PAUC eins og félagið er oftast kallað, sumarið 2020 frá Fjölni. Í mars síðastliðnum framlengdi hann samning sinn við félagið til ársins 2024 og í lok leiktíðarinnar var hann svo valinn besta hægri skyttan í allri frönsku deildinni. „Ég samdi aftur hérna við félagið enda nokkuð ánægður hér. En ég held að eftir þennan samning væri ég mjög spenntur fyrir því að fara í aðeins stærra félag, þar sem markmiðin gætu verið aðeins hærri eins og til að mynda í Meistaradeildinni. Stefnan er klárlega í þá átt,“ segir Kristján sem leikur með PAUC í Evrópudeildinni í vetur, næstbestu Evrópukeppninni. „Núna einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir liðið og það væri einnig gaman að fá aftur verðlaun sem besta hægri skyttan, og viðurkenningu á því að maður sé að gera eitthvað rétt,“ segir Kristján eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir eftirköst vegna kórónuveirusmits.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira