Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2022 23:13 Hólmfríður Sveinsdóttir tók við sem rektur Háskólans á Hólum í sumar. Sigurjón Ólason Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Hann hét Bændaskólinn á Hólum þegar fiskeldisnámið hófst fyrir hartnær fjörutíu árum en það var upphaflega hugsað fyrir bændur sem vildu ala bleikju sem aukabúgrein. Hólar í Hjaltadal. Nám í fiskeldi hófst þar árið 1984 í Bændaskólanum.Sigurjón Ólason „Síðan á síðustu tuttugu árum þá hefur fiskeldið sprungið út og orðið að stóriðnaði. Þetta eru stórfyrirtæki með mikið af starfsfólki sem þurfa menntun,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina. Hann segir að áður hafi nemendur í fiskeldi kannski verið að jafnaði á bilinu sex til tíu talsins. „En á síðustu svona þremur til fjórum árum þá hefur orðið alger sprenging. Og núna eru í náminu hjá okkur um fjörutíu nemendur og þar af eru um þrjátíu nemendur nýir. Þetta er sem sagt eins árs nám,“ segir Bjarni. Hluti af því er tólf vikna verknám í fiskeldisstöð. Bjarni Kristófer Kristjánsson er prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum.Sigurjón Ólason Skólinn býður einnig upp á meistaranám. „Við erum með tvær línur í meistaranámi, annarsvegar rannsóknartengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði, og hins vegar nám sem heitir Mar-Bio, sem er samskandinavískt nám - við erum með Norðmönnum og Svíum – og er mjög praktískt. Síðan höfum við verið að leiðbeina doktorsnemum,“ segir Bjarni. Rannsóknar- og þróunarstarf er hluti starfseminnar og háskólinn rekur kynbótastöð fyrir bleikju. Einar Svavarsson er stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvar Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Við erum sem sagt að þróa stofn, bleikjustofn, sem er hagkvæmur í eldi og gefur sem mest gæði í fiski fyrir neytendur,“ segir Einar Svavarsson, stöðvarstjóri bleikjukynbótastöðvarinnar. Nýr rektor, Hólmfríður Sveinsdóttir, segir skólann vilja styðja við atvinnulífið. „Háskólinn hérna er mjög tengdur atvinnulífinu. Við höfum byggt upp þessi fræðasvið í kringum atvinnugreinarnar; hestamennsku, ferðamennsku og fiskeldi, með það bara að markmiði að efla þessar greinar,“ segir Hólmfríður. Horft yfir byggðina á Hólum.Sigurjón Ólason Fiskeldisdeildin tekur einnig á móti fjölda erlendra nema í verknám. „Síðustu tvö árin hafa það verið yfir þrjátíu manns. Þannig að allt í allt þá eru í deildinni hjá okkur um áttatíu nemendur,“ segir Bjarni Kristófer. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Háskólar Fiskeldi Skagafjörður Skóla - og menntamál Um land allt Vísindi Tengdar fréttir Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26 Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. 2. febrúar 2011 07:26
Aukið samstarf hjá háskólum Opinberu háskólarnir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Rektorar skólanna skrifuðu undir samkomulag þessa efnis að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra í dag. 9. maí 2011 16:33