Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 21:03 Yfirvöld á Flórída skildu 48 hælisleitendur frá Venesúela eftir fyrirvaralaust á eyjunni Vínekru Mörtu í Massachusetts í síðustu viku. Gjörningurinn á að vera einhvers konar mótmæli gegn landamærastefnu demókrata en gagnrýnendur saka repúblikana um grimmilega meðferð á saklausu fólki. Vísir/EPA Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og repúblikani, gekkst við því að hafa látið skattborgara á Flórída greiða fyrir að flytja tæplega fimmtíu hælisleitendur frá Venesúela frá San Antonio í Texas til Vínekru Mörtu, lítillar eyju góðborgara í Massachusetts, í síðustu viku. Vildi hann meina að það væri liður í áætlun Flórída um að koma farandfólki á Flórída fyrir annars staðar þrátt fyrir að fólkið hafi verið í Texas, á annað þúsund kílómetra frá ríkismörkum Flórída. Hópurinn var skilinn eftir á eyjunni allslaus og yfirvöld þar voru alls óundirbúin fyrir komu hans. Íbúar þar tóku því höndum saman til að koma fólkinu til aðstoðar, skjóta yfir það skjólshúsi, fæða það og veita því upplýsingar um hvaða réttindi það hefði. Lögmaður sem hitti fólk úr hópnum segir að það hafi ekki haft hugmynd um hvert það væri að fara eða hvar það væri. AP-fréttastofan segir að einhverju þess hafi sagt að það væri á leið til Boston sem er einnig í Massachusetts. Nú segir Javier Salazar, lögreglustjóri í Bexar-sýslu sem San Antonio tilheyrir, að hann telji að lögbrot hafi verið framið með flutningunum og að fólkið hafi verið ginnt í ferðalagið á fölskum forsendum. Salazar bauð sig fram til embættisins sem demókrati. Embætti hans rannsakar nú hvaða lög kunna að hafa verið brotin. „Á þessum tímapunkti get ég ekki sagt afdráttarlaust hvaða ákvæði voru brotin, hvort sem það er á alríkis-, ríkis- eða sýslustigi, en ég get sagt ykkur að þetta er rangt. Út frá mannréttindum er það sem var gert við þetta fólk rangt,“ sagði Salazar, að því er Miami Herald hefur eftir honum. Fengu misvísandi upplýsingar um hvað þeim stæði til boða DeSantis og fleiri ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokksins hafa stundað það að undanförnu að smala farandfólki og hælisleitendum upp í rútur og flugvélar og senda það til borga þar sem demókratar fara með völd og reglur um innflytjendur eru mildari en hjá þeim sjálfum. Talsmaður DeSantis sagði að hælisleitendur gætu vænst betra lífs í stórborgum sem demókratar stjórna þar sem það væri þeir sem hefðu „boðið“ fólkinu til landsins með innflytjendastefnu sinni. AP segir yfirvöld í Texas, sem á landamæri að Mexíkó, hafi til dæmis sent um átta þúsund farandfólks til Washington, 2.200 til New York og 300 til Chicago frá því í apríl. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, lét meðal annars senda faranfólk með rútum að heimili Kamölu Harris, varaforseta í Washington-borg um helgina. Ástæðan fyrir því að hreppaflutningar DeSantis á Venesúelamönnunum hefur vakið sérstaka athygli vestanhafs er að svo virðist sem að þeir hafi verið blekktir til fararinnar. Fólkið hefur greint frá því að kona af rómönskum uppruna hafi nálgast það í skýli fyrir farandfólk sem bíður afgreiðslu innflytjendayfirvalda á málum sínum í San Antonio. Konan hafi hýst fólkið á gistihúsi og látið það fá matar- og gjafakort daglega. Hún hafi lofað fólki störfum og húsnæði í Washington, New York, Fíladelfíu og Boston. Lögmannsstofa sem kemur fram fyrir hönd hluta fólksins segir að því hafi verið fenginn bæklingur á spænsku þar sem fullyrt var að það gæti fengið fjárhagsaðstoð og hjálp við að fá vinnu við komuna. Í honum var símanúmer flóttamanna- og innflytjendaskrifstofu Massachusetts-ríkis. Bæklingurinn var þó ekki frá þeirri stofnun kominn og aðstoðin sem í honum var kynnt er aðeins ætluð fólki með formlega stöðu flóttamanna sem flestir í hópnum hefðu að líkindum aldrei átt rétt á. Hælisleitendurnir dvelja löglega í Bandaríkjunum tímabundið þrátt fyrir að þeir hafi komið ólögglega yfir landamærin. Þeir bíða þess að innflytjendadómstólar taki fyrir umsóknir þeirra um hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Biðin eftir niðurstöðu fyrir slíkum dómstólum hefur verið að meðaltali tæp fjögur ár. Ron DeSantis er talinn ala með sér draum um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í framtíðinni, jafnvel strax 2024 bjóði Trump sig ekki fram aftur.Vísir/EPA Uppskar standandi lófaklapp á kosningafundum DeSantis, sem er talinn eitt líklegasta forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump gefur ekki kost á sér aftur árið 2024, neitaði því að fólkið hefði verið blekkt og fullyrti að það hefði farið í ferðina af fúsum og frjálsum vilja í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina á mánudag. Ríkisstjórinn hefur ennfremur varið það að greiða fyrir flutning á fólki frá Texas með þeim rökum að þannig kæmi hann í veg fyrir að það endaði á Flórída. Ekkert hefur komið fram um að hælisleitendurnir sem um ræðir hafi verið á leiðinni þangað. New York Times segir að DeSantis hafi fengið standandi lófaklapp fyrir uppátækið á kosningafundum sem hann tók þátt fyrir ríkisstjóraefni repúblikana í Wisconsin og Kansas í síðustu viku. DeSantis berst sjálfur fyrir endurkjöri í kosningum í nóvember en blaðið telur að flutningurinn á hælisleitendunum kunni að benda til þess að hann sé þegar byrjaður að undirbúa jarðveginn fyrir forsetaframboð. Skoðanakannanir benda til þess að DeSantis njóti mest stuðnings repúblikana að Trump undanskildum. „Landamærin eru núna á dagskrá í þessum kosningum og ég held að það sé eitthvað sem frambjóðendur okkar verða að taka upp,“ sagði DeSantis á kosningafundinum í Wisconsin. Fordæma grimmd repúblikana Demókratatar hafa aftur á móti fordæmt athæfi DeSantis og sakað hann um að nota saklaust fólk sem peð í pólitískri refskák. Charlie Christ, mótframbjóðandi DeSantis í ríkisstjórakosningunum, kallaði flutningana „grimmúðlegt pólitískt bragð til að höfða til stuðningsmanna sinna“ í auglýsingu sem hann birti. Joe Biden forseti sakaði repúblikana um skeytingarleysi í garð hælisleitenda sem væri ekki í anda Bandaríkjanna. „Í stað þess að vinna með okkur að lausnum eru repúblikanar í pólitískum leik með manneskjur og nota þær sem leikmuni,“ sagði Biden í síðustu viku. Einhverjir demókratar hafa krafist þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutninginn á hælisleitendunum, þar á meðal Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Joaquín Castro, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Texas. Erfitt er þó talið að sanna að hælisleitendurnir hafi verið fluttir gegn vilja sínum eða að brotið hafi verið á réttindum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og repúblikani, gekkst við því að hafa látið skattborgara á Flórída greiða fyrir að flytja tæplega fimmtíu hælisleitendur frá Venesúela frá San Antonio í Texas til Vínekru Mörtu, lítillar eyju góðborgara í Massachusetts, í síðustu viku. Vildi hann meina að það væri liður í áætlun Flórída um að koma farandfólki á Flórída fyrir annars staðar þrátt fyrir að fólkið hafi verið í Texas, á annað þúsund kílómetra frá ríkismörkum Flórída. Hópurinn var skilinn eftir á eyjunni allslaus og yfirvöld þar voru alls óundirbúin fyrir komu hans. Íbúar þar tóku því höndum saman til að koma fólkinu til aðstoðar, skjóta yfir það skjólshúsi, fæða það og veita því upplýsingar um hvaða réttindi það hefði. Lögmaður sem hitti fólk úr hópnum segir að það hafi ekki haft hugmynd um hvert það væri að fara eða hvar það væri. AP-fréttastofan segir að einhverju þess hafi sagt að það væri á leið til Boston sem er einnig í Massachusetts. Nú segir Javier Salazar, lögreglustjóri í Bexar-sýslu sem San Antonio tilheyrir, að hann telji að lögbrot hafi verið framið með flutningunum og að fólkið hafi verið ginnt í ferðalagið á fölskum forsendum. Salazar bauð sig fram til embættisins sem demókrati. Embætti hans rannsakar nú hvaða lög kunna að hafa verið brotin. „Á þessum tímapunkti get ég ekki sagt afdráttarlaust hvaða ákvæði voru brotin, hvort sem það er á alríkis-, ríkis- eða sýslustigi, en ég get sagt ykkur að þetta er rangt. Út frá mannréttindum er það sem var gert við þetta fólk rangt,“ sagði Salazar, að því er Miami Herald hefur eftir honum. Fengu misvísandi upplýsingar um hvað þeim stæði til boða DeSantis og fleiri ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokksins hafa stundað það að undanförnu að smala farandfólki og hælisleitendum upp í rútur og flugvélar og senda það til borga þar sem demókratar fara með völd og reglur um innflytjendur eru mildari en hjá þeim sjálfum. Talsmaður DeSantis sagði að hælisleitendur gætu vænst betra lífs í stórborgum sem demókratar stjórna þar sem það væri þeir sem hefðu „boðið“ fólkinu til landsins með innflytjendastefnu sinni. AP segir yfirvöld í Texas, sem á landamæri að Mexíkó, hafi til dæmis sent um átta þúsund farandfólks til Washington, 2.200 til New York og 300 til Chicago frá því í apríl. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, lét meðal annars senda faranfólk með rútum að heimili Kamölu Harris, varaforseta í Washington-borg um helgina. Ástæðan fyrir því að hreppaflutningar DeSantis á Venesúelamönnunum hefur vakið sérstaka athygli vestanhafs er að svo virðist sem að þeir hafi verið blekktir til fararinnar. Fólkið hefur greint frá því að kona af rómönskum uppruna hafi nálgast það í skýli fyrir farandfólk sem bíður afgreiðslu innflytjendayfirvalda á málum sínum í San Antonio. Konan hafi hýst fólkið á gistihúsi og látið það fá matar- og gjafakort daglega. Hún hafi lofað fólki störfum og húsnæði í Washington, New York, Fíladelfíu og Boston. Lögmannsstofa sem kemur fram fyrir hönd hluta fólksins segir að því hafi verið fenginn bæklingur á spænsku þar sem fullyrt var að það gæti fengið fjárhagsaðstoð og hjálp við að fá vinnu við komuna. Í honum var símanúmer flóttamanna- og innflytjendaskrifstofu Massachusetts-ríkis. Bæklingurinn var þó ekki frá þeirri stofnun kominn og aðstoðin sem í honum var kynnt er aðeins ætluð fólki með formlega stöðu flóttamanna sem flestir í hópnum hefðu að líkindum aldrei átt rétt á. Hælisleitendurnir dvelja löglega í Bandaríkjunum tímabundið þrátt fyrir að þeir hafi komið ólögglega yfir landamærin. Þeir bíða þess að innflytjendadómstólar taki fyrir umsóknir þeirra um hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Biðin eftir niðurstöðu fyrir slíkum dómstólum hefur verið að meðaltali tæp fjögur ár. Ron DeSantis er talinn ala með sér draum um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í framtíðinni, jafnvel strax 2024 bjóði Trump sig ekki fram aftur.Vísir/EPA Uppskar standandi lófaklapp á kosningafundum DeSantis, sem er talinn eitt líklegasta forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump gefur ekki kost á sér aftur árið 2024, neitaði því að fólkið hefði verið blekkt og fullyrti að það hefði farið í ferðina af fúsum og frjálsum vilja í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina á mánudag. Ríkisstjórinn hefur ennfremur varið það að greiða fyrir flutning á fólki frá Texas með þeim rökum að þannig kæmi hann í veg fyrir að það endaði á Flórída. Ekkert hefur komið fram um að hælisleitendurnir sem um ræðir hafi verið á leiðinni þangað. New York Times segir að DeSantis hafi fengið standandi lófaklapp fyrir uppátækið á kosningafundum sem hann tók þátt fyrir ríkisstjóraefni repúblikana í Wisconsin og Kansas í síðustu viku. DeSantis berst sjálfur fyrir endurkjöri í kosningum í nóvember en blaðið telur að flutningurinn á hælisleitendunum kunni að benda til þess að hann sé þegar byrjaður að undirbúa jarðveginn fyrir forsetaframboð. Skoðanakannanir benda til þess að DeSantis njóti mest stuðnings repúblikana að Trump undanskildum. „Landamærin eru núna á dagskrá í þessum kosningum og ég held að það sé eitthvað sem frambjóðendur okkar verða að taka upp,“ sagði DeSantis á kosningafundinum í Wisconsin. Fordæma grimmd repúblikana Demókratatar hafa aftur á móti fordæmt athæfi DeSantis og sakað hann um að nota saklaust fólk sem peð í pólitískri refskák. Charlie Christ, mótframbjóðandi DeSantis í ríkisstjórakosningunum, kallaði flutningana „grimmúðlegt pólitískt bragð til að höfða til stuðningsmanna sinna“ í auglýsingu sem hann birti. Joe Biden forseti sakaði repúblikana um skeytingarleysi í garð hælisleitenda sem væri ekki í anda Bandaríkjanna. „Í stað þess að vinna með okkur að lausnum eru repúblikanar í pólitískum leik með manneskjur og nota þær sem leikmuni,“ sagði Biden í síðustu viku. Einhverjir demókratar hafa krafist þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutninginn á hælisleitendunum, þar á meðal Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Joaquín Castro, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Texas. Erfitt er þó talið að sanna að hælisleitendurnir hafi verið fluttir gegn vilja sínum eða að brotið hafi verið á réttindum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira