Mbappé neitar að mæta í myndatöku franska landsliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:30 Kylian Mbappé er skærasta stjarna Frakklands. EPA-EFE/Marko Djurica Kylian Mbappé, leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain og ein aðalstjarna franska landsliðsins í fótbolta, hefur neitað að taka þátt í liðsmyndatöku með landsliðinu sem fram á að fara á morgun, þriðjudag. Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Mbappé hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði. Í sumar endursamdi hann við PSG og varð um leið launahæsti fótboltamaður heims. Þá má segja að hann hafi fengið lyklana að PSG en talið er að framherjinn hafi nú mikið um það að segja hvaða leikmenn liðið kaupi og hvernig í raun öllu sé háttað. Samkvæmt frétt L'Équipe þá neitar leikmaðurinn að taka þátt í myndatöku með samherjum sínum í franska landsliðinu. Ástæðan er sú að franska knattspyrnusambandið hefur ekki viljað skoða það að breyta ímynarrétti leikmanna. Hófst togstreitan milli umboðsstofu Mbappé og franska knattspyrnusambandsins í mars á þessu ári. Mbappé og teymi hans taldi að sambandið væri að nota ímynd ákveðinna leikmanna mun meira en annarra. Einnig virðist teymi Mbappé ósátt með hvaða merki og vörulínur eru tengdar við franska landsliðið. Þar sem franska sambandið hefur ekki viljað breyta neinu þá ætlar Mbappé ekki að mæta í myndatökur með liðsfélögum sínum. Kylian Mbappé refuse de participer à la séance photoKylian Mbappé a « décidé de ne pas prendre part à la séance photo prévue » mardi avec l'équipe de France, après le refus de la Fédération de « modifier la convention » des droits à l'image des joueurs https://t.co/LSu7pR5lZM pic.twitter.com/UAh82GrMJ6— L'ÉQUIPE (@lequipe) September 19, 2022 Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur byrjað tímabilið frábærlega og skorað 9 mörk í 10 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað í þeim 27 mörk. Þar á meðal eitt þegar Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira