Best að hafa markmið um sigur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. september 2022 19:11 Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðsglaupsins árið 2022. BAKGARÐSHLAUPIÐ/GUMMI FT Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra. „Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00
Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18