Mbappé þénar mest allra árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 10:46 Mbappé á fyrir salti í grautinn. Xavier Laine/Getty Images Kylian Mbappé er tekjuhæsti knattspyrnumaður í heimi árið 2022. Hann fær 105 milljónir Bandaríkjadala [14,6 milljarðar íslenskra króna] í laun hjá París Saint-Germain ásamt því að þéna 20 milljónir Bandaríkjadala [2,8 milljarðar] í gegnum auglýsingar og því um líkt. Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé gerði náttúrulega ótrúlegan samning við PSG í sumar þegar allt benti til þess að hann myndi semja við Real Madríd. Það kemur því engum á óvart að hann sé langlaunahæsti leikmaður í heimi. Alls mun Mbappé þéna 125 milljónir Bandaríkjadala í ár. Hvað varðar laun frá félögum þá eru samherjar hans Lionel Messi og Neymar í öðru og þriðja sæti en í öðru sæti er varðar heildartekjur er Portúgalinn Cristiano Ronaldo. Þessi 37 ára gamli framherji skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Manchester United vann Sheriff frá Moldóvu 2-0 á dögunum. Ronaldo fær 53 milljónir Bandaríkjadala frá Man United árið 2022 en þénar 60 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar í gegnum hina ýmsu auglýsingasamninga sem hann hefur gert. Alls þénar Ronaldo því 110 milljónir í ár. Messi er í 3. sæti með 62 milljónir í laun og auglýsingasamninga upp á 48 milljónir. Argentínumaðurinn þénar því 110 milljónir í ár. Neymar er í þriðja sæti en þó töluvert á eftir samherjum sínum. Hann er með laun upp á 56 milljónir en auglýsingasamninga upp á „aðeins“ 35 milljónir. Kylian Mbappé is this year's top earner pic.twitter.com/1hh8Dg2fiC— B/R Football (@brfootball) September 16, 2022 Mohamed Salah er svo í 5. sæti en eitt nafn á listanum yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest kemur skemmtilega á óvart. Það er Andrés Iniesta, Þessi 38 ára gamli Spánverji spilar í dag með Vissel Kobe í Japan og er enn að þéna ótrúlegar upphæðir. Hann fær 23 milljónir í laun og aðrar sjö í gegnum auglýsingasamninga. Listann yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ár má svo sjá hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn