Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:05 Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson, sem fóru með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, eru í landsliðshópnum. VÍSIR/VILHELM Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira