Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 15:16 Aminata Diallo á æfingu með PSG síðasta vetur. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Getty/Aurelien Meunier Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar. Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira
Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar.
Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira