Sif leggur landsliðsskóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 22:00 Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi en alls fór hún á fjögur stórmót. Getty/Charlotte Wilson Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi hún á Instagram-síðu sinni í kvöld. Hin 37 ára gamla Sif hefur spilað með íslenska landsliðinu allt frá árinu 2007. Nú, eftir 90 A-landsleiki og fjögur stórmót, fara landsliðsskórnir upp á hillu. Hún er þó hvergi nærri hætt að spila fótbolta en hún framlengdi samning sinn á Selfossi nýverið um tvö ár. Það þýðir að Sif verður orðin 39 ára gömul þegar hún hættir loks að spila. Sif er þekkt fyrir að vera hörð i horn að taka, frábær í loftinu, með góðan leikskilning og innköst sem minna á fallbyssu. Eftir að hafa leikið með FH, KR, Þrótti Reykjavík og Val hér á landi hélt hún til Þýskalands árið 2010 þar sem hún spilaði með FC Saarbrücken í eitt tímabil. Ári síðar gekk Sif í raðir sænska félagsins Kristianstad og var þar í áratug áður en hún kom heim og samdi við Selfoss. Í færslu sinni á Instagram segir Sif „Ekki gráta af því eitthvað er búið, brostu af því það átti sér stað. Allt tekur sinn enda. Eftir 15 ár, 90 landsleiki og 4 stórmót þá er kominn tími á að ég hengi upp bláu treyjuna með stolt í hjarta.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) „Til ykkar allra sem hafa verið hluti af mínu ferðalagi við ég segja Takk. Ég hef gefið hjarta, líkama og sál í búninginn og hef ég borið hann með stolti. Það hefur verið minn heiður að spila fyrir ykkur. Takk fyrir mig Ísland,“ segir að endingu í færslunni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Hin 37 ára gamla Sif hefur spilað með íslenska landsliðinu allt frá árinu 2007. Nú, eftir 90 A-landsleiki og fjögur stórmót, fara landsliðsskórnir upp á hillu. Hún er þó hvergi nærri hætt að spila fótbolta en hún framlengdi samning sinn á Selfossi nýverið um tvö ár. Það þýðir að Sif verður orðin 39 ára gömul þegar hún hættir loks að spila. Sif er þekkt fyrir að vera hörð i horn að taka, frábær í loftinu, með góðan leikskilning og innköst sem minna á fallbyssu. Eftir að hafa leikið með FH, KR, Þrótti Reykjavík og Val hér á landi hélt hún til Þýskalands árið 2010 þar sem hún spilaði með FC Saarbrücken í eitt tímabil. Ári síðar gekk Sif í raðir sænska félagsins Kristianstad og var þar í áratug áður en hún kom heim og samdi við Selfoss. Í færslu sinni á Instagram segir Sif „Ekki gráta af því eitthvað er búið, brostu af því það átti sér stað. Allt tekur sinn enda. Eftir 15 ár, 90 landsleiki og 4 stórmót þá er kominn tími á að ég hengi upp bláu treyjuna með stolt í hjarta.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) „Til ykkar allra sem hafa verið hluti af mínu ferðalagi við ég segja Takk. Ég hef gefið hjarta, líkama og sál í búninginn og hef ég borið hann með stolti. Það hefur verið minn heiður að spila fyrir ykkur. Takk fyrir mig Ísland,“ segir að endingu í færslunni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira