Sendiherrann vakinn um miðja nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 17:56 Mikill fjöldi þjóðhöfðingja leggur leið sína til Lundúna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Lundúnum var vakinn við hljóðfæraleik og trommuslátt í vikunni þegar verið var að æfa fyrir útför Elísabetar II, sem fram fer á mánudaginn næstkomandi. Þúsundir manna hafa streymt til borgarinnar síðustu daga og öryggisgæsla hefur aldrei verið meiri. „Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum. Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
„Það hafa verið hér æfingar fyrir útförina á mánudaginn. Ég vaknaði nú sjálfur klukkan fjögur í nótt við trumbuslátt og hljóðfæraleik þegar æfingin fór hérna fram, þeir hafa æft á nóttunni,“ sagði Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Lundúnum, í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Sendiherrann segir sérstaka stemningu yfir borginni en búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til að votta Elísabetu drottningu virðingu þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Sturla segir að nú sé röðin að Westminster Hall um átta kílómetra löng. „Það hafa hundruð þúsunda streymt hingað í miðborgina á undanförnum dögum en það er mjög áberandi miðað við mannfjöldann hvað það er almennt mikil kurteisi og tillitssemi hjá þeim sem koma hingað í borgina. Og mjög svona vinsamleg stemning.“ Fundum og ráðstefnum aflýst Þegar jarðarförin fer fram verður almennur frídagur og gert er ráð fyrir því að búðir verði lokaðar og þjónusta liggi niðri. „Það má sjá það til dæmis í stjórnsýslunni að öllum fundum er aflýst, menn klæðast með ákveðnum hætti í ráðuneytum til dæmis og flestum móttökum, veislum, jafnvel ráðstefnum og fundum hefur verið frestað hjá mörgum,“ bætir Sturla við. Jarðarförin krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu borgarinnar en hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Aðspurður um viðbúnaðinn segir Sturla eðlilegt að lögregla hafi varann á. „Þetta er náttúrulega alltaf hætta við þessar aðstæður. Það er gert ráð fyrir fimm hundruð háttsettum gestum erlendis frá og jafnvel allt að milljón manna hérna í miðborginni á mánudag, þannig að þeir þurfa að vera viðbúnir öllu,“ segir Sturla. Eru Bretar almennt sáttir við nýja konunginn? „Já, ég fæ ekki betur séð en að honum hafi verið mjög vel tekið. Hann er búinn að fara til Skotlands og hann er búinn að fara til Norður-Írlands, og fer til Wales á föstudaginn. Og hefur alls staðar fengið mjög góðar viðtökur,“ segir sendiherrann að lokum.
Reykjavík síðdegis Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Tengdar fréttir Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. 15. september 2022 10:29
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39