Safna upplýsingum um líðan í Covid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda áfram mikið lengur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. september 2022 13:01 Arna Hauksdóttir, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er í rannsóknarteyminu að baki Líðan þjóðar á tímum Covid. Vísir/Vilhelm Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp. Rannsóknin Líðan þjóðar á tímum Covid hófst vorið 2020 þar sem upplýsingum var aflað frá um 20 þúsund einstaklingum. Fjórða gagnasöfnunin sem hluti af rannsókninni er nú hafin en Arna Hauksdóttir, prófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, segir mikilvægt að fylgja fyrri niðurstöðum eftir. „Það er ekki síst mikilvægt því við viljum fylgja eftir langvarandi einkennum eftir Covid, bæði líkamlegum og andlegum en erum líka að bæta við spurningum núna eins og hvað varðar bólusetningar fullorðinna og barna og fleira í þeim dúr,“ segir Arna. Önnur lönd að sjá svipaðar niðurstöður Líklegast verði nýjustu niðurstöðurnar birtar þegar líða fer að vori en niðurstöður úr fyrri gagnasöfnunum hafa þegar verið birtar. „Við sjáum að því lengur eða því meira sem fólk var veikt því verr líður þeim með tímanum, þó að sjálfsögðu að þeim batni, en við erum að sjá einkenni alveg í nokkra mánuði eftir veikindin,“ segir Arna. Hvað líkamleg einkenni varðar eru það helst vandamál í öndunarfærum, þreyta og verkir, en andleg einkenni eru til að mynda þunglyndi og kvíði og jafnvel einkenni áfallastreitu. „Það verður mikilvæga verkefnið núna að fylgja þessu eftir þannig við sjáum hversu lengi þessi einkenni vara. Við erum í samstarfi við fimm önnur lönd sem að eru með sambærilega lista þannig það verður mjög áhugavert að geta séð og borið saman löndin og hvernig þessi einkenni þróast,“ segir Arna Ísland sé í ákveðinni sérstöðu þar sem auðvelt sé að fylgja eftir ákveðnum einstaklingum og gætu upplýsingarnar nýst mörgum öðrum þjóðum, sem einnig eru að sjá þá tilhneigingu að langvarandi einkenni séu helst hjá þeim sem veikjast mikið. Upplýsingarnar geti gagnast ef heimsfaraldur kemur aftur upp Hversu mikið lengur rannsóknin muni standa yfir sé ómögulegt að segja á þessari stundu. Tæplega 55 prósent landsmanna hafa greinst með veiruna samkvæmt opinberum tölum en líklega er raunverulegur fjöldi meiri. Þó greiningum hafi fækkað verulega séu áhrif Covid enn til staðar. „Við héldum að fyrsta gagnasöfnunin væri kannski sú eina en síðan hélt þetta bara áfram. Þannig við eiginlega vonum að við þurfum ekki að halda mikið lengur áfram en það verður bara að koma í ljós hvernig þessu fram vindur og ekki síst hvað við sjáum í gögnunum sem við erum að safna núna,“ segir Arna. „Við vonum að þetta sé búið í bili en þetta sem við erum að gera núna getur ekki síst gagnast okkur ef þetta kemur upp aftur, heimsfaraldur af þessu stigi,“ segir hún enn fremur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57 Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50 Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22 Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Rannsóknin Líðan þjóðar á tímum Covid hófst vorið 2020 þar sem upplýsingum var aflað frá um 20 þúsund einstaklingum. Fjórða gagnasöfnunin sem hluti af rannsókninni er nú hafin en Arna Hauksdóttir, prófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, segir mikilvægt að fylgja fyrri niðurstöðum eftir. „Það er ekki síst mikilvægt því við viljum fylgja eftir langvarandi einkennum eftir Covid, bæði líkamlegum og andlegum en erum líka að bæta við spurningum núna eins og hvað varðar bólusetningar fullorðinna og barna og fleira í þeim dúr,“ segir Arna. Önnur lönd að sjá svipaðar niðurstöður Líklegast verði nýjustu niðurstöðurnar birtar þegar líða fer að vori en niðurstöður úr fyrri gagnasöfnunum hafa þegar verið birtar. „Við sjáum að því lengur eða því meira sem fólk var veikt því verr líður þeim með tímanum, þó að sjálfsögðu að þeim batni, en við erum að sjá einkenni alveg í nokkra mánuði eftir veikindin,“ segir Arna. Hvað líkamleg einkenni varðar eru það helst vandamál í öndunarfærum, þreyta og verkir, en andleg einkenni eru til að mynda þunglyndi og kvíði og jafnvel einkenni áfallastreitu. „Það verður mikilvæga verkefnið núna að fylgja þessu eftir þannig við sjáum hversu lengi þessi einkenni vara. Við erum í samstarfi við fimm önnur lönd sem að eru með sambærilega lista þannig það verður mjög áhugavert að geta séð og borið saman löndin og hvernig þessi einkenni þróast,“ segir Arna Ísland sé í ákveðinni sérstöðu þar sem auðvelt sé að fylgja eftir ákveðnum einstaklingum og gætu upplýsingarnar nýst mörgum öðrum þjóðum, sem einnig eru að sjá þá tilhneigingu að langvarandi einkenni séu helst hjá þeim sem veikjast mikið. Upplýsingarnar geti gagnast ef heimsfaraldur kemur aftur upp Hversu mikið lengur rannsóknin muni standa yfir sé ómögulegt að segja á þessari stundu. Tæplega 55 prósent landsmanna hafa greinst með veiruna samkvæmt opinberum tölum en líklega er raunverulegur fjöldi meiri. Þó greiningum hafi fækkað verulega séu áhrif Covid enn til staðar. „Við héldum að fyrsta gagnasöfnunin væri kannski sú eina en síðan hélt þetta bara áfram. Þannig við eiginlega vonum að við þurfum ekki að halda mikið lengur áfram en það verður bara að koma í ljós hvernig þessu fram vindur og ekki síst hvað við sjáum í gögnunum sem við erum að safna núna,“ segir Arna. „Við vonum að þetta sé búið í bili en þetta sem við erum að gera núna getur ekki síst gagnast okkur ef þetta kemur upp aftur, heimsfaraldur af þessu stigi,“ segir hún enn fremur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57 Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50 Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22 Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02
Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57
Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50
Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22
Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41