Safna upplýsingum um líðan í Covid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda áfram mikið lengur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. september 2022 13:01 Arna Hauksdóttir, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er í rannsóknarteyminu að baki Líðan þjóðar á tímum Covid. Vísir/Vilhelm Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp. Rannsóknin Líðan þjóðar á tímum Covid hófst vorið 2020 þar sem upplýsingum var aflað frá um 20 þúsund einstaklingum. Fjórða gagnasöfnunin sem hluti af rannsókninni er nú hafin en Arna Hauksdóttir, prófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, segir mikilvægt að fylgja fyrri niðurstöðum eftir. „Það er ekki síst mikilvægt því við viljum fylgja eftir langvarandi einkennum eftir Covid, bæði líkamlegum og andlegum en erum líka að bæta við spurningum núna eins og hvað varðar bólusetningar fullorðinna og barna og fleira í þeim dúr,“ segir Arna. Önnur lönd að sjá svipaðar niðurstöður Líklegast verði nýjustu niðurstöðurnar birtar þegar líða fer að vori en niðurstöður úr fyrri gagnasöfnunum hafa þegar verið birtar. „Við sjáum að því lengur eða því meira sem fólk var veikt því verr líður þeim með tímanum, þó að sjálfsögðu að þeim batni, en við erum að sjá einkenni alveg í nokkra mánuði eftir veikindin,“ segir Arna. Hvað líkamleg einkenni varðar eru það helst vandamál í öndunarfærum, þreyta og verkir, en andleg einkenni eru til að mynda þunglyndi og kvíði og jafnvel einkenni áfallastreitu. „Það verður mikilvæga verkefnið núna að fylgja þessu eftir þannig við sjáum hversu lengi þessi einkenni vara. Við erum í samstarfi við fimm önnur lönd sem að eru með sambærilega lista þannig það verður mjög áhugavert að geta séð og borið saman löndin og hvernig þessi einkenni þróast,“ segir Arna Ísland sé í ákveðinni sérstöðu þar sem auðvelt sé að fylgja eftir ákveðnum einstaklingum og gætu upplýsingarnar nýst mörgum öðrum þjóðum, sem einnig eru að sjá þá tilhneigingu að langvarandi einkenni séu helst hjá þeim sem veikjast mikið. Upplýsingarnar geti gagnast ef heimsfaraldur kemur aftur upp Hversu mikið lengur rannsóknin muni standa yfir sé ómögulegt að segja á þessari stundu. Tæplega 55 prósent landsmanna hafa greinst með veiruna samkvæmt opinberum tölum en líklega er raunverulegur fjöldi meiri. Þó greiningum hafi fækkað verulega séu áhrif Covid enn til staðar. „Við héldum að fyrsta gagnasöfnunin væri kannski sú eina en síðan hélt þetta bara áfram. Þannig við eiginlega vonum að við þurfum ekki að halda mikið lengur áfram en það verður bara að koma í ljós hvernig þessu fram vindur og ekki síst hvað við sjáum í gögnunum sem við erum að safna núna,“ segir Arna. „Við vonum að þetta sé búið í bili en þetta sem við erum að gera núna getur ekki síst gagnast okkur ef þetta kemur upp aftur, heimsfaraldur af þessu stigi,“ segir hún enn fremur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57 Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50 Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22 Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Rannsóknin Líðan þjóðar á tímum Covid hófst vorið 2020 þar sem upplýsingum var aflað frá um 20 þúsund einstaklingum. Fjórða gagnasöfnunin sem hluti af rannsókninni er nú hafin en Arna Hauksdóttir, prófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum, segir mikilvægt að fylgja fyrri niðurstöðum eftir. „Það er ekki síst mikilvægt því við viljum fylgja eftir langvarandi einkennum eftir Covid, bæði líkamlegum og andlegum en erum líka að bæta við spurningum núna eins og hvað varðar bólusetningar fullorðinna og barna og fleira í þeim dúr,“ segir Arna. Önnur lönd að sjá svipaðar niðurstöður Líklegast verði nýjustu niðurstöðurnar birtar þegar líða fer að vori en niðurstöður úr fyrri gagnasöfnunum hafa þegar verið birtar. „Við sjáum að því lengur eða því meira sem fólk var veikt því verr líður þeim með tímanum, þó að sjálfsögðu að þeim batni, en við erum að sjá einkenni alveg í nokkra mánuði eftir veikindin,“ segir Arna. Hvað líkamleg einkenni varðar eru það helst vandamál í öndunarfærum, þreyta og verkir, en andleg einkenni eru til að mynda þunglyndi og kvíði og jafnvel einkenni áfallastreitu. „Það verður mikilvæga verkefnið núna að fylgja þessu eftir þannig við sjáum hversu lengi þessi einkenni vara. Við erum í samstarfi við fimm önnur lönd sem að eru með sambærilega lista þannig það verður mjög áhugavert að geta séð og borið saman löndin og hvernig þessi einkenni þróast,“ segir Arna Ísland sé í ákveðinni sérstöðu þar sem auðvelt sé að fylgja eftir ákveðnum einstaklingum og gætu upplýsingarnar nýst mörgum öðrum þjóðum, sem einnig eru að sjá þá tilhneigingu að langvarandi einkenni séu helst hjá þeim sem veikjast mikið. Upplýsingarnar geti gagnast ef heimsfaraldur kemur aftur upp Hversu mikið lengur rannsóknin muni standa yfir sé ómögulegt að segja á þessari stundu. Tæplega 55 prósent landsmanna hafa greinst með veiruna samkvæmt opinberum tölum en líklega er raunverulegur fjöldi meiri. Þó greiningum hafi fækkað verulega séu áhrif Covid enn til staðar. „Við héldum að fyrsta gagnasöfnunin væri kannski sú eina en síðan hélt þetta bara áfram. Þannig við eiginlega vonum að við þurfum ekki að halda mikið lengur áfram en það verður bara að koma í ljós hvernig þessu fram vindur og ekki síst hvað við sjáum í gögnunum sem við erum að safna núna,“ segir Arna. „Við vonum að þetta sé búið í bili en þetta sem við erum að gera núna getur ekki síst gagnast okkur ef þetta kemur upp aftur, heimsfaraldur af þessu stigi,“ segir hún enn fremur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57 Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50 Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22 Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02
Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. 18. júní 2022 14:57
Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17. maí 2022 16:50
Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum. 14. desember 2020 15:22
Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er. 24. apríl 2020 17:41