ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2022 12:09 Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ á þingi sambandsins árið 2018 og tók við af Gylfa Arnbjörnssyni sem mikill styr hafði staðið um nokkur síðustu ár hans í forsetaembætti. Vísir/Vilhelm Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. Alþýðusamband Íslands er með allra elstu félagasamtökum á Íslandi, stofnað árið 1916, eða fyrir 106 árum. Drífa Snædal forseti sambandsins sagði af sér embætti nýverið vegna deilna innan hreyfinigarinnar. Framundan er þing sambandsins dagana 10. - 12. október þar sem ný forysta verður kjörin. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands skrifaði sögu ASÍ sem kom út í kring um hundrað ára afmæli hreyfingarinnar. Hann segir ekki nýtt að átök séu innan hreyfingarinnar. Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins.ASÍ „Það hafa verið átök um Alþýðusambandið nánast frá upphafi. Sérstaklega þó á fjórða áratugnum á milli kommúnista og jafnaðarmanna,“ segir Sumarliði. Þeim átökum hafi meira og minna lokið þegar bein tengsl milli Alþýðuflokksins og ASÍ voru rofin árið 1940. Fljótlega uppúr seinna stíði hafi átök þó blossað upp aftur á milli sósíalista og jafnaðarmanna og bandamanna þeirra. „Þessi átök standa nánast linnulaust fram á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Tekist hafi verið á um stefnu Alþýðusambandsins og hversu hart verklýðshreyfingin ætti að ganga fram. ASÍ er meðal elstu samtaka í landinu stofnuð árið 2016.ASÍ „Svo er þetta bara barátta um völd yfir hreyfingunni. Á fjórða áratugnum er þetta barátta um völd milli hinna róttæku og jafnaðarmanna. Eftir seinni heimsstyrjöld einkennist þetta af átökum kalda stríðsins og er nátengt hörðum deilum á milli stjórnmálaflokka á þessum tíma,“ segir Sumarliði. Átökin nú væru óvenju harkaleg og póluðust um önnur mál en fyrri deilur. Þá væru deilurnar nú óvenju persónulegar. Þrátt fyrir þetta er Eyþór Þ. Árnason formaður Hlífar í Hafnarfirði, sem er með stærri félögum innan ASÍ, bjartsýnn fyrir þing ASÍ í næsta mánuði. Eyþór Þ. Árnason formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði.Facebook síða „Það hafa áður verið ýfingar innan ASÍ en við höfum alltaf náð lendingu. Fyrir þingið get ég ég ekki séð annað en að við erum alla vega ekki á förum úr ASÍ,“ segir formaður Hlífar. En formenn stærstu aðildarfélaganna innan ASÍ þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að skoða þyrfti sjálfan tilverugrundvöll Alþýðusambandsins. Ragnar hefur þó sagt að hann íhugi framboð til forseta sambandsinis ef hann skynji stuðning við sig utan VR og Eflingar. Heldur þú að hann njóti stuðnings einmitt utan þessarra tveggja félaga? „Já, já. Ég gæti alveg trúað því að hann eigi stuðning utan þessarra tveggja félaga. Það kæmi mér ekkert á óvart. Hversu víðtækur hann er skal ég ekki segja um,“ segir Eyþór Þ. Árnason. ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alþýðusamband Íslands er með allra elstu félagasamtökum á Íslandi, stofnað árið 1916, eða fyrir 106 árum. Drífa Snædal forseti sambandsins sagði af sér embætti nýverið vegna deilna innan hreyfinigarinnar. Framundan er þing sambandsins dagana 10. - 12. október þar sem ný forysta verður kjörin. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands skrifaði sögu ASÍ sem kom út í kring um hundrað ára afmæli hreyfingarinnar. Hann segir ekki nýtt að átök séu innan hreyfingarinnar. Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins.ASÍ „Það hafa verið átök um Alþýðusambandið nánast frá upphafi. Sérstaklega þó á fjórða áratugnum á milli kommúnista og jafnaðarmanna,“ segir Sumarliði. Þeim átökum hafi meira og minna lokið þegar bein tengsl milli Alþýðuflokksins og ASÍ voru rofin árið 1940. Fljótlega uppúr seinna stíði hafi átök þó blossað upp aftur á milli sósíalista og jafnaðarmanna og bandamanna þeirra. „Þessi átök standa nánast linnulaust fram á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Tekist hafi verið á um stefnu Alþýðusambandsins og hversu hart verklýðshreyfingin ætti að ganga fram. ASÍ er meðal elstu samtaka í landinu stofnuð árið 2016.ASÍ „Svo er þetta bara barátta um völd yfir hreyfingunni. Á fjórða áratugnum er þetta barátta um völd milli hinna róttæku og jafnaðarmanna. Eftir seinni heimsstyrjöld einkennist þetta af átökum kalda stríðsins og er nátengt hörðum deilum á milli stjórnmálaflokka á þessum tíma,“ segir Sumarliði. Átökin nú væru óvenju harkaleg og póluðust um önnur mál en fyrri deilur. Þá væru deilurnar nú óvenju persónulegar. Þrátt fyrir þetta er Eyþór Þ. Árnason formaður Hlífar í Hafnarfirði, sem er með stærri félögum innan ASÍ, bjartsýnn fyrir þing ASÍ í næsta mánuði. Eyþór Þ. Árnason formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði.Facebook síða „Það hafa áður verið ýfingar innan ASÍ en við höfum alltaf náð lendingu. Fyrir þingið get ég ég ekki séð annað en að við erum alla vega ekki á förum úr ASÍ,“ segir formaður Hlífar. En formenn stærstu aðildarfélaganna innan ASÍ þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að skoða þyrfti sjálfan tilverugrundvöll Alþýðusambandsins. Ragnar hefur þó sagt að hann íhugi framboð til forseta sambandsinis ef hann skynji stuðning við sig utan VR og Eflingar. Heldur þú að hann njóti stuðnings einmitt utan þessarra tveggja félaga? „Já, já. Ég gæti alveg trúað því að hann eigi stuðning utan þessarra tveggja félaga. Það kæmi mér ekkert á óvart. Hversu víðtækur hann er skal ég ekki segja um,“ segir Eyþór Þ. Árnason.
ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13
Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55
Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46