Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 10:29 Valgarður L. Jónsson er forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira