Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 07:36 Óháði rannsakandinn Kenneth Starr heldur á rannsóknarskýrslu sinni þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1998. AP Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022 Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022
Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent