Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 19:07 Rætt var við börn sem urðu vitni að atvikinu. Vísir/Vilhelm Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum. Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum.
Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51