Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes Sigurðardóttir biskub Íslands fóru fremst í göngu þingheims og annarra gesta til messu í Dómkirkjunni. Á bakvið þau má sjá leiðtoga stjórnarflokkanna þar sem forsætisráðherra gægist milli forseta og biskubs. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag: Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag:
Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01