Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Elísabet Hanna skrifar 13. september 2022 16:30 Zendaya var glæsileg í eftirpartýinu hjá HBO eftir að hún hlaut Emmy verðlaun fyrir leik sinn í Euphoria. Hún varð sú yngsta til þess að hljóta Emmy verðlaunin tvisvar sem besta leikkona í aðalhlutverki í dramaþætti. Getty/David Livingston Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var grínistinn Kenan Thompson kynnir kvöldsins. Þátturinn The White Lotus hlaut flest verðlaun, tíu talsins. Þar á eftir fylgdu þættirnir Euphoria og Squid Game með sex verðlaun. Þættirnir Succession fóru þó inn í kvöldið með flestar tilnefningar, tuttugu og fimm talsins, en fóru aðeins heim með fjórar styttur. Hér að neðan má sjá brot af þeim glæsilegu flíkum sem sáust á hátíðinni í gær: Zendaya endaði kvöldið í rauðum kjól með Emmy verðlaun líkt og sjá má hér að ofan en hún byrjaði þó kvöldið á „rauða“ dreglinum í kjól frá Valentino. Zendaya hlaut sigurinn í gær fyrir leik sinn sem Rue í Euphoria.Getty/Frazer Harrison Elle Fanning klæddist kjól frá Sharon Long sem sér einnig um búningana í þáttunum The Great. Elle var tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum og var þetta hennar fyrsta tilnefning. Elle Fanning klæddist kjól eftir búningahönnuð þáttanna The Great sem hún leikur í.Getty/Frazer Harrison Christina Ricci klæddist kjól frá Fendi Couture. Flott í Fendi.Getty/Frazer Harrison Squid Games-stjarnan Jung Ho-yeon tók sig vel út í Louis Vuitton. Jung Ho-yeon skein skært fyrir hátíðina.Getty/Frazer Harrison Lily James var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Pamela Anderson í þáttunum Pam&Tommy. Hún klæddist kjól frá Atelier Versace. Lily James var tilnefnd til Emmy verðlaunanna í gær.Getty/Momodu Mansaray Amanda Seyfried mætti með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout og klæddist kjól frá Armani Privé. Thomas Sadoski lék meðal annars í þáttunum The Newsroom. Amanda Seyfried hlaut Emmy-verðlaun í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout.Getty/Frazer Harrison Andrew Garfield sleppti því að fara í Spiderman-gallann og valdi hvít jakkaföt frá Zegna í staðinn. Andrew Garfield sleppti Spiderman gallanum.Getty/Momodu Mansaray Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short veittu verðlaun en þau leika saman í þáttunum Only Murders in the Building. Selena sleppti því að mæta á rauða dregilinn. Þátturinn hlaut nokkrar tilnefningar en hún hlaut ekki tilnefningu fyrir leik sinn í þeim. Steve Martin sagði í viðtali við Variety að þeir væru vonsviknir yfir því að hún hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir leik sinn líkt og þeir tveir. Samleikararnir veittu verðlaun í gær.Getty/Kevin Mazur Lizzo hlaut Emmy verðlaun fyrir þættina sína „Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls“ og fagnaði því í rauðum kjól frá Giambattista Valli. Í kjölfar sigursins er hún komin hálfa leið að því að vera EGOT-hafi. Lizzo var alsæl með sigurinn.Getty/Frazer Harrison Seth Rogen mætti með eiginkonu sinni Lauren Miller Rogen en hann var tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum Pam&Tommy. Seth fór svipaða leið og Andrew Garfield í fatavali.Getty/Michael Buckner Tyler James Williams skartaði skemmtilegum jakkafötum. Tyler James Williams úr Abbott Elementary skein skært.Getty/Tyler James Williams Amy Poehler sagði já takk og mætti í bláum kjól áður en hún veitti verðlaun við hlið Seth Meyers. Amy Poehler tók sig vel út í bláu.Getty/Michael Buckner The White Lotus stjarnan Alexandra Daddario tók hringinn í glæsilegum Dior kjól. Alexandra Daddario klæddist Dior Haute Couture.Getty/Gilbert Flores RuPaul og Michelle Visage þurftu blævæng eftir að þau mættu með hitann á dregilinn. RuPaul og Michelle Visage komu með hitann á rauða dregilinn.Getty/Robert Gauthier Sydney Sweeney, sem leikur í Euphoria og The White Lotus, fagnaði 25 ára afmælinu sínu á hátíðinni. Sydney Sweeney var glæsileg á afmælisdaginn sinn í Oscar de la Renta kjól.Getty/Michael Buckner Lee Jung-jae hlaut sögulegan sigur í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Squid Games í jakkafötum með skemmtilegu ívafi. Lee Jung-jae er fyrsti leikarinn frá suður-Kóreu til þess að sigra í flokknum besti leikarinn í drama þætti.Getty/Lee Jung-jae Reese Witherspoon klæddist bláum kjól en liturinn var vinsæll í gær. Reese Witherspoon klæddist Armani Privé kjól.Getty/Frazer Harrison Ariana DeBose klæddist kjól frá Prabal Gurung og var falleg í fjólubláu. Ariana DeBose var í fjólubláum flæðandi kjól.Getty/Gilbert Flores Sandra Oh var í fjólublárri pallíettudragt frá Rodarte. Sandra Oh fór með dragtina upp á næsta stig.Getty/ Gilbert Flores Sheryl Lee Ralph kom, sá og sigraði. Hún söng ræðuna sína þegar hún vann fyrir leik sinn í Abbott Elementary. Sheryl Lee Ralph söng ræðuna sína.Getty/Gilbert Flores Ted Lasso stjarnan Toheeb Jimoh mætti í ljósbláum jakkafötum. Toheeb Jimoh var glæsilegur í ljósbláu.Getty/Michael Buckner „Stiffler's mom“ fór ekki tómhent heim í gær en Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The White Lotus. Jennifer Coolidge dansaði af sviðinu eftir að hún vann verðlaunin.Getty/Frazer Harrison Hollywood Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var grínistinn Kenan Thompson kynnir kvöldsins. Þátturinn The White Lotus hlaut flest verðlaun, tíu talsins. Þar á eftir fylgdu þættirnir Euphoria og Squid Game með sex verðlaun. Þættirnir Succession fóru þó inn í kvöldið með flestar tilnefningar, tuttugu og fimm talsins, en fóru aðeins heim með fjórar styttur. Hér að neðan má sjá brot af þeim glæsilegu flíkum sem sáust á hátíðinni í gær: Zendaya endaði kvöldið í rauðum kjól með Emmy verðlaun líkt og sjá má hér að ofan en hún byrjaði þó kvöldið á „rauða“ dreglinum í kjól frá Valentino. Zendaya hlaut sigurinn í gær fyrir leik sinn sem Rue í Euphoria.Getty/Frazer Harrison Elle Fanning klæddist kjól frá Sharon Long sem sér einnig um búningana í þáttunum The Great. Elle var tilnefnd fyrir leik sinn í þáttunum og var þetta hennar fyrsta tilnefning. Elle Fanning klæddist kjól eftir búningahönnuð þáttanna The Great sem hún leikur í.Getty/Frazer Harrison Christina Ricci klæddist kjól frá Fendi Couture. Flott í Fendi.Getty/Frazer Harrison Squid Games-stjarnan Jung Ho-yeon tók sig vel út í Louis Vuitton. Jung Ho-yeon skein skært fyrir hátíðina.Getty/Frazer Harrison Lily James var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Pamela Anderson í þáttunum Pam&Tommy. Hún klæddist kjól frá Atelier Versace. Lily James var tilnefnd til Emmy verðlaunanna í gær.Getty/Momodu Mansaray Amanda Seyfried mætti með eiginmanni sínum Thomas Sadoski. Hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout og klæddist kjól frá Armani Privé. Thomas Sadoski lék meðal annars í þáttunum The Newsroom. Amanda Seyfried hlaut Emmy-verðlaun í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Dropout.Getty/Frazer Harrison Andrew Garfield sleppti því að fara í Spiderman-gallann og valdi hvít jakkaföt frá Zegna í staðinn. Andrew Garfield sleppti Spiderman gallanum.Getty/Momodu Mansaray Selena Gomez, Steve Martin og Martin Short veittu verðlaun en þau leika saman í þáttunum Only Murders in the Building. Selena sleppti því að mæta á rauða dregilinn. Þátturinn hlaut nokkrar tilnefningar en hún hlaut ekki tilnefningu fyrir leik sinn í þeim. Steve Martin sagði í viðtali við Variety að þeir væru vonsviknir yfir því að hún hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir leik sinn líkt og þeir tveir. Samleikararnir veittu verðlaun í gær.Getty/Kevin Mazur Lizzo hlaut Emmy verðlaun fyrir þættina sína „Lizzo's Watch Out for the Big Grrrls“ og fagnaði því í rauðum kjól frá Giambattista Valli. Í kjölfar sigursins er hún komin hálfa leið að því að vera EGOT-hafi. Lizzo var alsæl með sigurinn.Getty/Frazer Harrison Seth Rogen mætti með eiginkonu sinni Lauren Miller Rogen en hann var tilnefndur fyrir leik sinn í þáttunum Pam&Tommy. Seth fór svipaða leið og Andrew Garfield í fatavali.Getty/Michael Buckner Tyler James Williams skartaði skemmtilegum jakkafötum. Tyler James Williams úr Abbott Elementary skein skært.Getty/Tyler James Williams Amy Poehler sagði já takk og mætti í bláum kjól áður en hún veitti verðlaun við hlið Seth Meyers. Amy Poehler tók sig vel út í bláu.Getty/Michael Buckner The White Lotus stjarnan Alexandra Daddario tók hringinn í glæsilegum Dior kjól. Alexandra Daddario klæddist Dior Haute Couture.Getty/Gilbert Flores RuPaul og Michelle Visage þurftu blævæng eftir að þau mættu með hitann á dregilinn. RuPaul og Michelle Visage komu með hitann á rauða dregilinn.Getty/Robert Gauthier Sydney Sweeney, sem leikur í Euphoria og The White Lotus, fagnaði 25 ára afmælinu sínu á hátíðinni. Sydney Sweeney var glæsileg á afmælisdaginn sinn í Oscar de la Renta kjól.Getty/Michael Buckner Lee Jung-jae hlaut sögulegan sigur í gær fyrir leik sinn í þáttunum The Squid Games í jakkafötum með skemmtilegu ívafi. Lee Jung-jae er fyrsti leikarinn frá suður-Kóreu til þess að sigra í flokknum besti leikarinn í drama þætti.Getty/Lee Jung-jae Reese Witherspoon klæddist bláum kjól en liturinn var vinsæll í gær. Reese Witherspoon klæddist Armani Privé kjól.Getty/Frazer Harrison Ariana DeBose klæddist kjól frá Prabal Gurung og var falleg í fjólubláu. Ariana DeBose var í fjólubláum flæðandi kjól.Getty/Gilbert Flores Sandra Oh var í fjólublárri pallíettudragt frá Rodarte. Sandra Oh fór með dragtina upp á næsta stig.Getty/ Gilbert Flores Sheryl Lee Ralph kom, sá og sigraði. Hún söng ræðuna sína þegar hún vann fyrir leik sinn í Abbott Elementary. Sheryl Lee Ralph söng ræðuna sína.Getty/Gilbert Flores Ted Lasso stjarnan Toheeb Jimoh mætti í ljósbláum jakkafötum. Toheeb Jimoh var glæsilegur í ljósbláu.Getty/Michael Buckner „Stiffler's mom“ fór ekki tómhent heim í gær en Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í The White Lotus. Jennifer Coolidge dansaði af sviðinu eftir að hún vann verðlaunin.Getty/Frazer Harrison
Hollywood Emmy-verðlaunin Tengdar fréttir Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. 13. september 2022 06:49