Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2022 14:45 Heimilisofbeldismál sem lögreglan hefur fengið tilkynningar vegna hafa aldrei verið jafn mörg. Vísir/Vilhelm Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Þar er að finna helstu tölur er snúa að heimilisofbeldismálum og ágreiningsmálum milli skyldra eða tengdra einstaklinga sem koma á borð lögreglu. Lögreglan á landsvísu fékk 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega 13 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá eru tilvikin 592 eða þremur prósentum fleiri en á sama tíma 2021 og tæplega tveimur prósentum fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningum um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 640 talsins, og hafa þær ekki verið fleiri. Heimilisofbeldismál eru nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar. Staðan var önnur árið 2020 en þá voru manndráp/líkamsmeiðingamál 1776, heimilisofbeldismál voru 1050, eða 59% málanna. Fækka á brotum og fjölga tilkynningum Þolendakönnun lögreglunnar á undanförnum árum hafa sýnt að um sjö prósent svarenda hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, og um 7- 20 prósent tilkynnt til lögreglunnar. Stjórnvalda hafa því sett skýr markmið um að samhliða þess að fækka brotum sé stefnt að því að 35 prósent þolenda tilkynni það til lögreglunnar árið 2027. Í þeim tilgangi hefur lögreglan sett sér skýrt verklag um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála og sinnt útköllum í samvinnu við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna. Þá hefur ofbeldisgáttin 112.is frætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis, þau úrræði sem eru til staðar og staðið fyrir vitundarvakningu um mikilvægi þess að tilkynna til 112 hjá Neyðarlínunni. Málum er varðar fyrrverandi maka fækkar Í verklagsreglum lögreglunnar er heimilisofbeldi skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir hendi einhvers nákomins. Gerandi og þolandi eru skyldir eða tengdir og háttsemin felur í sér brot sem beinist gegn þolanda, t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll. Tilvik eru skráð sem ágreiningur milli skyldra og tengdra þegar ekki leikur grunur á broti sem beinist að þolanda. Flest tilvik heimilisofbeldis, eða um tvö af hverjum þremur málum eru af hendi maka eða fyrrverandi maka. Málunum fækkar þó hlutfallslega og þeim málum sem um er að ræða fyrrverandi maka fækkar um 8,3 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Beiðnir um nálgunarbann voru 50, og fækkar um 23 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Brot sem falla undir 218b. gr. almennra hegningarlaga um endurtekið ofbeldi eða á alvarlegan hátt ógnar lífi og heilsu brotaþola voru 45, og fækkar um 21 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan. Heimilisofbeldismálum þar sem um er að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra heldur áfram að fjölga, og eru tæplega 32 prósent heimilisofbeldismála. Skráningin er óháð því hvort barnið sé undir lögaldri eða ekki. Í 78,6 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og 68,1 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka er 80,1 prósent árásaraðila karlar og 77,1 prósent brotaþola eru konur. Tengd skjöl HeimilisofbeldiPDF1.9MBSækja skjal Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Þar er að finna helstu tölur er snúa að heimilisofbeldismálum og ágreiningsmálum milli skyldra eða tengdra einstaklinga sem koma á borð lögreglu. Lögreglan á landsvísu fékk 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega 13 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá eru tilvikin 592 eða þremur prósentum fleiri en á sama tíma 2021 og tæplega tveimur prósentum fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningum um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 640 talsins, og hafa þær ekki verið fleiri. Heimilisofbeldismál eru nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar. Staðan var önnur árið 2020 en þá voru manndráp/líkamsmeiðingamál 1776, heimilisofbeldismál voru 1050, eða 59% málanna. Fækka á brotum og fjölga tilkynningum Þolendakönnun lögreglunnar á undanförnum árum hafa sýnt að um sjö prósent svarenda hafa orðið fyrir heimilisofbeldi, og um 7- 20 prósent tilkynnt til lögreglunnar. Stjórnvalda hafa því sett skýr markmið um að samhliða þess að fækka brotum sé stefnt að því að 35 prósent þolenda tilkynni það til lögreglunnar árið 2027. Í þeim tilgangi hefur lögreglan sett sér skýrt verklag um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála og sinnt útköllum í samvinnu við félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna. Þá hefur ofbeldisgáttin 112.is frætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis, þau úrræði sem eru til staðar og staðið fyrir vitundarvakningu um mikilvægi þess að tilkynna til 112 hjá Neyðarlínunni. Málum er varðar fyrrverandi maka fækkar Í verklagsreglum lögreglunnar er heimilisofbeldi skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir hendi einhvers nákomins. Gerandi og þolandi eru skyldir eða tengdir og háttsemin felur í sér brot sem beinist gegn þolanda, t.d. ofbeldi, hótun eða eignaspjöll. Tilvik eru skráð sem ágreiningur milli skyldra og tengdra þegar ekki leikur grunur á broti sem beinist að þolanda. Flest tilvik heimilisofbeldis, eða um tvö af hverjum þremur málum eru af hendi maka eða fyrrverandi maka. Málunum fækkar þó hlutfallslega og þeim málum sem um er að ræða fyrrverandi maka fækkar um 8,3 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Beiðnir um nálgunarbann voru 50, og fækkar um 23 prósent samanborið við síðustu þrjú ár á undan. Brot sem falla undir 218b. gr. almennra hegningarlaga um endurtekið ofbeldi eða á alvarlegan hátt ógnar lífi og heilsu brotaþola voru 45, og fækkar um 21 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan. Heimilisofbeldismálum þar sem um er að ræða fjölskyldutengsl, svo sem ofbeldi á milli barna og foreldra heldur áfram að fjölga, og eru tæplega 32 prósent heimilisofbeldismála. Skráningin er óháð því hvort barnið sé undir lögaldri eða ekki. Í 78,6 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og 68,1 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka er 80,1 prósent árásaraðila karlar og 77,1 prósent brotaþola eru konur. Tengd skjöl HeimilisofbeldiPDF1.9MBSækja skjal
Lögreglumál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því í á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11