Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:30 Mönnum var heitt í hamsi á Allianz leikvanginum í gær. getty/Giuseppe Maffia Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira