„Frammistaðan er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. september 2022 18:44 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. „Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07