Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Snorri Másson skrifar 11. september 2022 19:27 Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Finna má hversdagslegar birtingarmyndir ofskynjunarsveppa víða í Reykjavík; þeir vaxa á umferðareyjum og á túnum við mannvirki sem við þekkjum vel. Og sveppirnir eru tíndir um hábjartan dag og svo seldir og teknir inn. Þetta er þekkt mál og hefur verið lengi. Árný Jóhannesdóttir er sérnámslæknir á geðdeild. Hún segir að töluvert sé um að fólk noti ofskynjunarsveppi hér á landi en að allt annað mál sé möguleg framtíðarnotkun virka efnisins psílósýbín í lækningarskyni. Það sé ekki tímabært að mæla með notkuninni, en nýlegar rannsóknir lofa góðu.Vísir/Steingrímur Dúi Nýlundan á þessu sviði er stóraukin vísindaleg þekking á virka efninu í sveppnum, psílósýbín. Þegar það er notað af varúð og nákvæmni, er það talið geta hjálpað fólki með þrálátt þunglyndi, sem eru allar aðrar bjargir bannaðar. „Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar nýlega koma vel út. Þetta eru lofandi niðurstöður,“ segir Árný Jóhannesdóttir sérnámslæknir á geðdeild sem er, ásamt Engilberti Sigurðssyni lækni, höfundur að grein sem birtist í seinasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er farið yfir stöðu rannsókna á psílósýbín. „Það lyfjafyrirtæki sem er komið hvað lengst, COMPASS Pathways, er að sýna meðferðarsvörun upp á að þriðjungur sé að ná bata. Þetta voru 233 manns, sem er langstærsta rannsókn nokkurntímann gerð á psílósýbíni. Þá loksins var maður tilbúinn að taka smá mark á þessu,“ segir Árný og vísar þar til fasa 2 rannsóknar, þar sem niðurstöður þóttu benda til þess að psilosybin dragi marktækt úr þunglyndiseinkennum og þolist almennt vel. En stíga þarf varlega til jarðar. Sá sem tekur psílósýbín leggur í flókna andlega vegferð. Sjúklingurinn fær þannig nýja sýn á veruleikann sem getur hjálpað mikið en getur líka í sjaldgæfum tilvikum haft alvarlegar aukaverkanir á borð við geðrof eða ofsakvíða. Að sögn læknisins eru skuggahliðarnar mun ólíklegri þegar notkunin er læknisfræðileg en þegar um er að ræða sveppaát í sjálflækningarskyni eins og tíðkast nú innan ákveðinna hópa. „Þetta getur víst verið hryllileg upplifun fyrir fólk sem er ekki við góðar aðstæður. Þannig að það ég mæli algerlega gegn notkun þeirra eins og er,“ segir Árný. Úr greininni: Siðferðileg álitamál Psilocybin er þekkt vímuefni sem hefur verið ólöglegt um áratuga skeið. Það veldur ofskynjunum, misskynjunum og miklum breytingum á tilfinningum og hugsun, sé það tekið í þeim skömmtum sem virðist þurfa til að ná virkni í meðferð þunglyndis. Því vaknar spurningin hvort réttlætanlegt sé að nýta slíkt efni til meðferðar meðferðarþrás þunglyndis og þunglyndis almennt. Við meðferð einstaklings með lyfi eða öðrum inngripum þarf ávallt að hafa í huga kosti og galla slíkra inngripa. Því alvarlegri sem sjúkdómur er, því meiri aukaverkanir er hægt að sætta sig við þar sem ávinningurinn er talinn meiri en áhættan. Hvað varðar þunglyndi þar sem meðferð hefur ekki áður verið reynd, eru til gagnreyndar meðferðir nú þegar sem almennt hafa ekki miklar aukaverkanir og eru vel rannsakaðar. Þar höfum við margra ára og áratuga þekkingu á notkun, skömmtum, svörun og langtímaáhrifum. Í rannsókn þar sem borin var saman meðferð með psilocybini og escitalopram sást ekki munur í virkni og því vart skýr forsenda fyrir því að beita psilocybin-meðferð nema þunglyndið hafi ekki svarað hefðbundinni meðferð. Vill koma á formlegri umgjörð utan um psílósýbín Það er langt og strangt rannsóknarferli fram undan áður en séð verður til lands í þessu efni, en stjórnmálamenn eru áhugasamir. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks lofar rannsóknina á Facebook-síðu sinni og boðar þingsályktunartillögu, þar sem markmiðið er að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum nýju meðferðum. Vilhjálmur skrifar: „Það er staðreynd að fjöldi fólks er nú þegar byrjað að nýta sér þetta efni sér til aðstoðar hér á landi og jafnvel einhverjir byrjaðir að bjóða upp á þjónustu með efninu. Í ljósi þess og ef fyrstu niðurstöðu rannsókna eru að gefa réttar vísbendingar tel ég rétt að koma strax á formlegri umgjörð utan um rétta notkun á efninu hér á landi. Ég hyggst því flytja þingsályktunartillögu um að þessari umgjörð verði komið á hér á landi. Vona ég að fulltrúar allra flokka á Alþingi komi með mér á það þingmál.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Tabúið um hugvíkkandi efni í edrúmennsku Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram. 26. júlí 2022 11:00 Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02 Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Finna má hversdagslegar birtingarmyndir ofskynjunarsveppa víða í Reykjavík; þeir vaxa á umferðareyjum og á túnum við mannvirki sem við þekkjum vel. Og sveppirnir eru tíndir um hábjartan dag og svo seldir og teknir inn. Þetta er þekkt mál og hefur verið lengi. Árný Jóhannesdóttir er sérnámslæknir á geðdeild. Hún segir að töluvert sé um að fólk noti ofskynjunarsveppi hér á landi en að allt annað mál sé möguleg framtíðarnotkun virka efnisins psílósýbín í lækningarskyni. Það sé ekki tímabært að mæla með notkuninni, en nýlegar rannsóknir lofa góðu.Vísir/Steingrímur Dúi Nýlundan á þessu sviði er stóraukin vísindaleg þekking á virka efninu í sveppnum, psílósýbín. Þegar það er notað af varúð og nákvæmni, er það talið geta hjálpað fólki með þrálátt þunglyndi, sem eru allar aðrar bjargir bannaðar. „Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar nýlega koma vel út. Þetta eru lofandi niðurstöður,“ segir Árný Jóhannesdóttir sérnámslæknir á geðdeild sem er, ásamt Engilberti Sigurðssyni lækni, höfundur að grein sem birtist í seinasta tölublaði Læknablaðsins. Þar er farið yfir stöðu rannsókna á psílósýbín. „Það lyfjafyrirtæki sem er komið hvað lengst, COMPASS Pathways, er að sýna meðferðarsvörun upp á að þriðjungur sé að ná bata. Þetta voru 233 manns, sem er langstærsta rannsókn nokkurntímann gerð á psílósýbíni. Þá loksins var maður tilbúinn að taka smá mark á þessu,“ segir Árný og vísar þar til fasa 2 rannsóknar, þar sem niðurstöður þóttu benda til þess að psilosybin dragi marktækt úr þunglyndiseinkennum og þolist almennt vel. En stíga þarf varlega til jarðar. Sá sem tekur psílósýbín leggur í flókna andlega vegferð. Sjúklingurinn fær þannig nýja sýn á veruleikann sem getur hjálpað mikið en getur líka í sjaldgæfum tilvikum haft alvarlegar aukaverkanir á borð við geðrof eða ofsakvíða. Að sögn læknisins eru skuggahliðarnar mun ólíklegri þegar notkunin er læknisfræðileg en þegar um er að ræða sveppaát í sjálflækningarskyni eins og tíðkast nú innan ákveðinna hópa. „Þetta getur víst verið hryllileg upplifun fyrir fólk sem er ekki við góðar aðstæður. Þannig að það ég mæli algerlega gegn notkun þeirra eins og er,“ segir Árný. Úr greininni: Siðferðileg álitamál Psilocybin er þekkt vímuefni sem hefur verið ólöglegt um áratuga skeið. Það veldur ofskynjunum, misskynjunum og miklum breytingum á tilfinningum og hugsun, sé það tekið í þeim skömmtum sem virðist þurfa til að ná virkni í meðferð þunglyndis. Því vaknar spurningin hvort réttlætanlegt sé að nýta slíkt efni til meðferðar meðferðarþrás þunglyndis og þunglyndis almennt. Við meðferð einstaklings með lyfi eða öðrum inngripum þarf ávallt að hafa í huga kosti og galla slíkra inngripa. Því alvarlegri sem sjúkdómur er, því meiri aukaverkanir er hægt að sætta sig við þar sem ávinningurinn er talinn meiri en áhættan. Hvað varðar þunglyndi þar sem meðferð hefur ekki áður verið reynd, eru til gagnreyndar meðferðir nú þegar sem almennt hafa ekki miklar aukaverkanir og eru vel rannsakaðar. Þar höfum við margra ára og áratuga þekkingu á notkun, skömmtum, svörun og langtímaáhrifum. Í rannsókn þar sem borin var saman meðferð með psilocybini og escitalopram sást ekki munur í virkni og því vart skýr forsenda fyrir því að beita psilocybin-meðferð nema þunglyndið hafi ekki svarað hefðbundinni meðferð. Vill koma á formlegri umgjörð utan um psílósýbín Það er langt og strangt rannsóknarferli fram undan áður en séð verður til lands í þessu efni, en stjórnmálamenn eru áhugasamir. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks lofar rannsóknina á Facebook-síðu sinni og boðar þingsályktunartillögu, þar sem markmiðið er að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum nýju meðferðum. Vilhjálmur skrifar: „Það er staðreynd að fjöldi fólks er nú þegar byrjað að nýta sér þetta efni sér til aðstoðar hér á landi og jafnvel einhverjir byrjaðir að bjóða upp á þjónustu með efninu. Í ljósi þess og ef fyrstu niðurstöðu rannsókna eru að gefa réttar vísbendingar tel ég rétt að koma strax á formlegri umgjörð utan um rétta notkun á efninu hér á landi. Ég hyggst því flytja þingsályktunartillögu um að þessari umgjörð verði komið á hér á landi. Vona ég að fulltrúar allra flokka á Alþingi komi með mér á það þingmál.“
Úr greininni: Siðferðileg álitamál Psilocybin er þekkt vímuefni sem hefur verið ólöglegt um áratuga skeið. Það veldur ofskynjunum, misskynjunum og miklum breytingum á tilfinningum og hugsun, sé það tekið í þeim skömmtum sem virðist þurfa til að ná virkni í meðferð þunglyndis. Því vaknar spurningin hvort réttlætanlegt sé að nýta slíkt efni til meðferðar meðferðarþrás þunglyndis og þunglyndis almennt. Við meðferð einstaklings með lyfi eða öðrum inngripum þarf ávallt að hafa í huga kosti og galla slíkra inngripa. Því alvarlegri sem sjúkdómur er, því meiri aukaverkanir er hægt að sætta sig við þar sem ávinningurinn er talinn meiri en áhættan. Hvað varðar þunglyndi þar sem meðferð hefur ekki áður verið reynd, eru til gagnreyndar meðferðir nú þegar sem almennt hafa ekki miklar aukaverkanir og eru vel rannsakaðar. Þar höfum við margra ára og áratuga þekkingu á notkun, skömmtum, svörun og langtímaáhrifum. Í rannsókn þar sem borin var saman meðferð með psilocybini og escitalopram sást ekki munur í virkni og því vart skýr forsenda fyrir því að beita psilocybin-meðferð nema þunglyndið hafi ekki svarað hefðbundinni meðferð.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Tabúið um hugvíkkandi efni í edrúmennsku Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram. 26. júlí 2022 11:00 Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02 Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Tabúið um hugvíkkandi efni í edrúmennsku Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram. 26. júlí 2022 11:00
Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. 10. maí 2022 15:02
Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56