Loftlagsbreytingar auki áhættu í tryggingageiranum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 11:25 Með breyttu loftlsagi er hætta á aukinni tíðni náttúruhamfara. Vísir/RAX Forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands segir líklegt að hamförum vegna loftslagsbreytinga fjölgi á næstu árum. Unnið sé að endurmati á byggingastöðlum til að bregðast við breyttu loftslagi. Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“ Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að rannsóknir bendi til að bráðnun á Grænlandsjökli gæti leitt til þess að sjávarborð hækki um allt að tæplega 30 sentímetra fyrir næstu aldamót. Ef ekkert verður að gert benda verstu sviðsmyndir til að sjávarborð gæti hækkað um allt að tvo metra. Slík hækkun ásamt meira langvarandi óveðrum gæti haft miklar afleiðingar í för með sér á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Þessar breyttu aðstæður geta valdið gríðarlegum kostnaði en hér á landi eru það Náttúruvártryggingar Íslands sem tryggja almenning fyrir tjóni, til dæmis af völdum snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. „Þetta eru allt atburðir sem hafa loftslagstengingu og hvernig veðurfar er hefur áhrif á þessar tegundir af atburðum sem eru tryggðir hjá okkur,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fólk sjái vaxandi áhættu á tjóni vegna loftslagstengdra hamfara. „Auðvitað er fólk með misjafnar skoðanir á loftslagsmálum en ég held að við sem störfum í þessum geira séum ekki neinum vafa um það að það er augljós breyting til hins verra, sérstaklega í þessum flóðatjónum,“ segir Hulda. Íslendingar þurfi að búa sig undir fjölgun atburða á við skriðuföllin á Seyðisfirði með breyttu loftslagi. Taka þurfi mið af áhættuatriðum sem þessum í uppbyggingu, til dæmis hvar gluggar eru staðsettir í samhengi við aukna flóðhættu. „Það er verið að vinna í endurskoðun á hlutum eins og þessu í takt við þá tíma sem eru uppi.“
Náttúruhamfarir Tryggingar Sprengisandur Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20 Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00 Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íslendingar verða að búa sig undir óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. 30. ágúst 2022 19:20
Kolefnisjöfnun er mikilvæg en það þarf að standa rétt að henni Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga. 29. ágúst 2022 10:00
Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. 18. ágúst 2022 12:30