Sjálfstæðismenn gagnrýna biðraðir í mötuneytinu Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 20:54 Sjálfstæðismenn komu skoðunum sínum um biðraðir í mötuneyti á framfæri á fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira