Veiddi lax nokkur sumur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 14:58 Hér má sjá Karl III Bretakonung við veiðar í Ballater nærri Balmoral-höll í Skotlandi. Hann lagði leið sína til Íslands nokkrum sinnum á árum áður til að veiða hér lax. Getty/Julian Parker Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum. Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum.
Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira