Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 20:06 P8 kafbátarleitarflugvélarnar eru í grunnin Boeing 737 farþegaþotur og einu herflugvélar Bandaríkjahers sem eru einnig smíðaðar til farþegaflugs. Stöð 2/Heimir Már Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Bandaríkjaher hefur ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Engu að síður er mikið um að vera þar í öryggismálum og mikið fjárfest. Í flugskýli á öryggissvæðinu hefur bandaríski herinn, íslensk stjórnvöld og NATO sett stórar fjárhæðir til að geta rúmað P8 kafbátaeftirlitsflugvélar sem sjá um kafbátaleit í kring um Ísland. Milljarða framkvæmdir hafa staðið yfir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri sem eru kostaðar sameiginlega af Bandaríkjaher, íslensku stjórnvöldum og NATO. Gríðarstórt flugskýli Gæslunnar á svæðinu hefur til að mynda verið mikið endurnýjað.Stöð 2/Heimir Már Um fimmtíu starfsmenn Landhelgisgæslunnar sjá um rekstur öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem hýsir NATO flugsveitir sem koma hingað til loftrýmisgæslu og sinnir ratsjáreftirliti á vegum Atlandshafsbandalagsins. Lóa Dís Másdóttir er greiningarsérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Þar er fylgst með öllum loftförum yfir og í nálægð við Ísland.Stöð 2/Bjarni Lóa Dís Másdóttir greiningarsérfræðingur hjá Gæslunni segir stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli tengist fjórum ratsjárstöðvum á hornum landsins. Yfirstjórn eftirlitsins væri hjá NATO í Uedem í Þýskalandi. „Og við reynum að vinna með stjórnstöð Isavia og stjórnstöðinni í Reykjavík. Þannig að það getur verið mjög mikið að gera.“ Þannig að þið sjáið írauninni öll loftför sem eru á ferðinni yfir og í kringum Ísland? „Já, við sjáum öll loftför,“ segir Lóa Dís. Þegar erlendar flugsveitir koma hingað til lands sjá fulltrúar þeirra um flugstjórn þeirra í miðstöðinni. Nú um helgina lýkur dönsk sveit fjögurra F-16 herþotna mánaðarlöngum eftirlitsstörfum. Danskir hermenn mega ekki koma í viðtöl undir nafni. Liðsforinginn gegnir kallmerkinu Del og segir þátttöku í loftgæslunni hafa mikið gildi. Del liðsforingi dönsku flugsveitarinnar segir mjög mikilvægt að flugmenn hans fái að kynnast aðstæðum á Íslandi.Stöð 2/Bjarni „Aðalmunurinn er veðrið. Það er allt öðruvísi en í Evrópu. Þaðbreytist mikið á skömmum tíma. Og við höfum bara tvær flugbrautir til að lenda á, hérna í Keflavík og ávaraflugvellinum á Akureyri,“ segir Del sem nú var að koma öðru sinni meðflugsveit til Íslands. En NATO og Bandaríkjaher fylgjast ekki bara með umferðinni í háloftunum. Boeing 737 P8 kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers eru hér nánast með fasta viðveru. Kevin Harrington liðsforingi P8 flugsveitarinnar segir flugvélarnar eru búnar fullkomnustu vopnum og leitarbúnaði. Meðal annars er leitarduflum varpað úr flugvélunum til að hlusta eftir rússneskum kafbátum. Kevin Harrinigton liðsforingi kafbátaleitarsveitar bandaríska flughersins segir P8 leitarfulgvélarnar mjög fullkomnar til leitar og vel vopnum búnar.Stöð 2/Heimir Már „Við getum leitað á mjög víðfemu svæði að yfirborðsskipum og kafbátum. Fundið hluti undir yfirborði sjávar og staðsett, og ef nauðsyn krefur, ráðist á skotmörkin.“ Og þið getið fylgst með stóru svæði? „Mjög stóru svæði. Leitarradíusinn er um 1.200 sjómílur,“ segir Harrington. Rúmlega 200 Bandaríkjamenn séu nú á Keflavíkurflugvelli í tengslum við rekstur flugsveitarinnar. Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur NATO Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08 Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37 Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Engu að síður er mikið um að vera þar í öryggismálum og mikið fjárfest. Í flugskýli á öryggissvæðinu hefur bandaríski herinn, íslensk stjórnvöld og NATO sett stórar fjárhæðir til að geta rúmað P8 kafbátaeftirlitsflugvélar sem sjá um kafbátaleit í kring um Ísland. Milljarða framkvæmdir hafa staðið yfir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri sem eru kostaðar sameiginlega af Bandaríkjaher, íslensku stjórnvöldum og NATO. Gríðarstórt flugskýli Gæslunnar á svæðinu hefur til að mynda verið mikið endurnýjað.Stöð 2/Heimir Már Um fimmtíu starfsmenn Landhelgisgæslunnar sjá um rekstur öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem hýsir NATO flugsveitir sem koma hingað til loftrýmisgæslu og sinnir ratsjáreftirliti á vegum Atlandshafsbandalagsins. Lóa Dís Másdóttir er greiningarsérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Þar er fylgst með öllum loftförum yfir og í nálægð við Ísland.Stöð 2/Bjarni Lóa Dís Másdóttir greiningarsérfræðingur hjá Gæslunni segir stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli tengist fjórum ratsjárstöðvum á hornum landsins. Yfirstjórn eftirlitsins væri hjá NATO í Uedem í Þýskalandi. „Og við reynum að vinna með stjórnstöð Isavia og stjórnstöðinni í Reykjavík. Þannig að það getur verið mjög mikið að gera.“ Þannig að þið sjáið írauninni öll loftför sem eru á ferðinni yfir og í kringum Ísland? „Já, við sjáum öll loftför,“ segir Lóa Dís. Þegar erlendar flugsveitir koma hingað til lands sjá fulltrúar þeirra um flugstjórn þeirra í miðstöðinni. Nú um helgina lýkur dönsk sveit fjögurra F-16 herþotna mánaðarlöngum eftirlitsstörfum. Danskir hermenn mega ekki koma í viðtöl undir nafni. Liðsforinginn gegnir kallmerkinu Del og segir þátttöku í loftgæslunni hafa mikið gildi. Del liðsforingi dönsku flugsveitarinnar segir mjög mikilvægt að flugmenn hans fái að kynnast aðstæðum á Íslandi.Stöð 2/Bjarni „Aðalmunurinn er veðrið. Það er allt öðruvísi en í Evrópu. Þaðbreytist mikið á skömmum tíma. Og við höfum bara tvær flugbrautir til að lenda á, hérna í Keflavík og ávaraflugvellinum á Akureyri,“ segir Del sem nú var að koma öðru sinni meðflugsveit til Íslands. En NATO og Bandaríkjaher fylgjast ekki bara með umferðinni í háloftunum. Boeing 737 P8 kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers eru hér nánast með fasta viðveru. Kevin Harrington liðsforingi P8 flugsveitarinnar segir flugvélarnar eru búnar fullkomnustu vopnum og leitarbúnaði. Meðal annars er leitarduflum varpað úr flugvélunum til að hlusta eftir rússneskum kafbátum. Kevin Harrinigton liðsforingi kafbátaleitarsveitar bandaríska flughersins segir P8 leitarfulgvélarnar mjög fullkomnar til leitar og vel vopnum búnar.Stöð 2/Heimir Már „Við getum leitað á mjög víðfemu svæði að yfirborðsskipum og kafbátum. Fundið hluti undir yfirborði sjávar og staðsett, og ef nauðsyn krefur, ráðist á skotmörkin.“ Og þið getið fylgst með stóru svæði? „Mjög stóru svæði. Leitarradíusinn er um 1.200 sjómílur,“ segir Harrington. Rúmlega 200 Bandaríkjamenn séu nú á Keflavíkurflugvelli í tengslum við rekstur flugsveitarinnar.
Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur NATO Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08 Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37 Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21
Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08
Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35