„Þurfum að búa okkur vel undir báða möguleikana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 17:02 Þorsteinn Halldórsson og hans lið eru einum sigri frá sæti á HM. Sá sigur verður hins vegar afar torsóttur. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segir að liðið muni koma saman til æfinga á meginlandi Evrópu ekki á Íslandi, fyrir umspilsleikinn 11. október um sæti á HM. Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Ísland mætir sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, á útivelli, í stökum leik um það að komast á HM. „Tveir góðir andstæðingar og þetta er útileikur, sem er kannski ekki draumurinn, en möguleiki og við tökum þessum andstæðingum bara og undirbúum okkur vel,“ voru fyrstu viðbrögð Þorsteins við drættinum. Það kemur ekki í ljós fyrr en fimmtudagskvöldið 6. október hvorum andstæðingnum Ísland mætir. Finna stað sem auðvelt verður að ferðast frá „Væntanlega komum við saman einhvers staðar á meginlandi Evrópu, viku fyrir leik eða svo, og byrjum bara að undirbúa okkur með tilliti til einfaldra flugsamgangna í leikinn. Við þurfum að skipuleggja okkur út frá því líka. Það er örugglega skrýtið að undirbúa sig þegar maður veit það ekki fyrr en á fimmtudagskvöldi hver andstæðingurinn verður. Þó maður sé búinn að undirbúa helling fram að því þá verður lokaniðurstaðan ekkert klár fyrr en á fimmtudagskvöldi; í hvaða landi við spilum og við hverjar. Það þarf að huga að ýmsu áður en maður mætir á leikstað,“ segir Þorsteinn sem segir lítið hægt að spá fyrir um hvort að Portúgal eða Belgía vinni og mæti Íslandi: Óvissa varðandi Karólínu Leu „Ég tel að þetta verði bara hörkuleikur á milli þessara liða og maður veit raunverulega ekkert hvort liðið mun vinna. Við þurfum bara að búa okkur vel undir báða möguleikana“ segir Þorsteinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missti af leiknum mikilvæga við Holland á þriðjudagskvöld, vegna meiðsla aftan í læri, og er hún helsta spurningamerkið í dag varðandi leikinn 11. október. „Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann yrði með sitt sterkasta lið. „Það eru leikir framundan hjá stelpunum og það getur allt gerst. Mesta óvissan er kannski með Karólínu Leu, og svo spurningamerki með Cecilíu [Rán Rúnarsdóttur] hvort að hún verði klár. Að öðru leyti held ég að allar verði klárar eins og staðan er í dag,“ segir Þorsteinn en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um HM-umspilið
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32 „Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02 „Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? 9. september 2022 09:32
„Svo halda allir of fljótt að það verði bara hægt að vinna Ísland“ Þjálfari Belgíu segir að liðsins bíði erfitt verkefni við að komast á HM kvenna í fótbolta. Liðið þarf að slá út Portúgal og Ísland til að ná því. 9. september 2022 15:02
„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. 9. september 2022 15:33
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti