Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:01 Til marks um blóðtökuna sem KA/Þór hefur orðið fyrir er helmingur leikmannanna á myndinni farinn frá félaginu. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins.
2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með
Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00