Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:01 Til marks um blóðtökuna sem KA/Þór hefur orðið fyrir er helmingur leikmannanna á myndinni farinn frá félaginu. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins.
2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með
Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti