Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2022 14:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sjálfsmynd bresku þjóðarinnar sé á hreyfingu. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina. Elísabet naut mikillar hylli og var mikið sameiningartákn sem nýr konungur er síður. Meira er vitað um einkalíf Karls og hafa til dæmis ýmis hneykslismál ratað á forsíður dagblaðanna í tímans rás. Eiríkur telur að þessa dagana séu við að upplifa söguna og að fráfallið gæti haft mikla þýðingu fyrir framhaldið. „Þetta gæti haft veruleg áhrif á ásýnd konungdæmisins. Auðvitað er þetta eins konar nátttröll fyrri tíðar, þessi konungdæmi, sem hafa þróast úr því að vera alvaldur yfir í að hafa nánast engin völd og ekkert formlegt hlutverk fyrir utan hið efnahagslega,“ segir Eiríkur sem bætir við að hlutverkið sé frekar táknræns eðlis og snúist meira um viðhafnarsiði og venjur. Fyrir utan það sé „í rauninni ekkert efnislegt innihald í konungdæminu þegar kemur að formlegum völdum.“ Áhrifamáttur Elísabetar hafi haft meiri þýðingu en eiginlegt hlutverk hennar í stjórnskipaninni. Því verði breytingin með valdaskiptunum enn meiri. „Áhrifin sem gætu orðið er að spurningin um konungdæmið sjálft komi frekar fram og að Bretar fari að spyrja sig ákaft hver tilgangur þessa fyrirbæris sé, sem nánast hefur ekkert formlegt valdahlutverk lengur. Sú spurning hefur bara varla komið upp í tíð Elísabetar að mörgu leyti út af henni sjálfri en þegar við sprotanum tekur maður sem fólk hefur kannski aðra afstöðu til þá hlýtur spurningin um tilgang konungdæmisins að spretta fram.“ Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022.The Royal Family Breska þjóðin hefur á síðustu árum gengið í gegnum mikið umbreytingaskeið og má þar nefna Brexit, leiðtogaskipti og nú fráfall drottningarinnar. Gæti fráfallið jafnvel breytt sjálfsmynd þjóðarinnar? „Sjálfsmynd bresku þjóðarinnar er á hreyfingu; í kjölfarið á útgöngu út úr Evrópusambandinu og stöðu Bretlands á heimssviðinu þá gætibreyting á krúnunni á þessum tíma vel haft áhrif á þá sjálfsmynd sem er nú þegar í umpólun en hins vegar má á móti segja að kannski til skamms tíma getur andlát fígúru eins og Elísabet er, í jákvæðri merkingu þess orðs, haft líka sameinandi áhrif á Breta í dag.“ Eiríkur var líka spurður út í Breska samveldið og hvort ríkin færu hugsanlega að endurhugsa aðildina. Eiríkur svaraði því til að sama endurskoðun hljóti að eiga sér stað innan Breska samveldisins. Fram að andláti Elísabetar hafi mörg ríkjanna ekkert viljað hreyfa við stöðunni. „Ríki hafa auðvitað verið að ganga út úr samveldinu. Það hefur ekki stóru hlutverki að gegna sem slíkt í alþjóðapólitíkinni. Þetta er meira svona menningarlegt bandalag ríkja sem er tengd með sögulegum þráðum í gegnum bresku krúnuna.“ En umrædd saga er alls ekki falleg. „Þetta er blóði drifin saga skelfilegustu helfarar veraldar, ef svo má segja, sem nýlendustefnan var á sínum tíma. Bretar voru auðvitað að stórum hluta í fararbroddi fyrir. Þetta er auðvitað saga sem tilheyrir allt annarri tíð og hefur kannski þess vegna ekki endilega sérstaka þýðingu í praktískum málum í dag heldur táknrænni þýðingu í huga fólks.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur England Bretland Tengdar fréttir Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38 Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Elísabet naut mikillar hylli og var mikið sameiningartákn sem nýr konungur er síður. Meira er vitað um einkalíf Karls og hafa til dæmis ýmis hneykslismál ratað á forsíður dagblaðanna í tímans rás. Eiríkur telur að þessa dagana séu við að upplifa söguna og að fráfallið gæti haft mikla þýðingu fyrir framhaldið. „Þetta gæti haft veruleg áhrif á ásýnd konungdæmisins. Auðvitað er þetta eins konar nátttröll fyrri tíðar, þessi konungdæmi, sem hafa þróast úr því að vera alvaldur yfir í að hafa nánast engin völd og ekkert formlegt hlutverk fyrir utan hið efnahagslega,“ segir Eiríkur sem bætir við að hlutverkið sé frekar táknræns eðlis og snúist meira um viðhafnarsiði og venjur. Fyrir utan það sé „í rauninni ekkert efnislegt innihald í konungdæminu þegar kemur að formlegum völdum.“ Áhrifamáttur Elísabetar hafi haft meiri þýðingu en eiginlegt hlutverk hennar í stjórnskipaninni. Því verði breytingin með valdaskiptunum enn meiri. „Áhrifin sem gætu orðið er að spurningin um konungdæmið sjálft komi frekar fram og að Bretar fari að spyrja sig ákaft hver tilgangur þessa fyrirbæris sé, sem nánast hefur ekkert formlegt valdahlutverk lengur. Sú spurning hefur bara varla komið upp í tíð Elísabetar að mörgu leyti út af henni sjálfri en þegar við sprotanum tekur maður sem fólk hefur kannski aðra afstöðu til þá hlýtur spurningin um tilgang konungdæmisins að spretta fram.“ Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022.The Royal Family Breska þjóðin hefur á síðustu árum gengið í gegnum mikið umbreytingaskeið og má þar nefna Brexit, leiðtogaskipti og nú fráfall drottningarinnar. Gæti fráfallið jafnvel breytt sjálfsmynd þjóðarinnar? „Sjálfsmynd bresku þjóðarinnar er á hreyfingu; í kjölfarið á útgöngu út úr Evrópusambandinu og stöðu Bretlands á heimssviðinu þá gætibreyting á krúnunni á þessum tíma vel haft áhrif á þá sjálfsmynd sem er nú þegar í umpólun en hins vegar má á móti segja að kannski til skamms tíma getur andlát fígúru eins og Elísabet er, í jákvæðri merkingu þess orðs, haft líka sameinandi áhrif á Breta í dag.“ Eiríkur var líka spurður út í Breska samveldið og hvort ríkin færu hugsanlega að endurhugsa aðildina. Eiríkur svaraði því til að sama endurskoðun hljóti að eiga sér stað innan Breska samveldisins. Fram að andláti Elísabetar hafi mörg ríkjanna ekkert viljað hreyfa við stöðunni. „Ríki hafa auðvitað verið að ganga út úr samveldinu. Það hefur ekki stóru hlutverki að gegna sem slíkt í alþjóðapólitíkinni. Þetta er meira svona menningarlegt bandalag ríkja sem er tengd með sögulegum þráðum í gegnum bresku krúnuna.“ En umrædd saga er alls ekki falleg. „Þetta er blóði drifin saga skelfilegustu helfarar veraldar, ef svo má segja, sem nýlendustefnan var á sínum tíma. Bretar voru auðvitað að stórum hluta í fararbroddi fyrir. Þetta er auðvitað saga sem tilheyrir allt annarri tíð og hefur kannski þess vegna ekki endilega sérstaka þýðingu í praktískum málum í dag heldur táknrænni þýðingu í huga fólks.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur England Bretland Tengdar fréttir Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38 Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38
Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31