Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 13:07 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10