Stelpurnar okkar þurfa að fara til Portúgals eða Belgíu Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 11:40 Stelpurnar okkar hafa vonandi ástæðu til að gleðjast 11. október þegar umspilsleik þeirra lýkur. Getty/Harriet Lander Nú er orðið ljóst hver andstæðingur Íslands verður í seinni hluta umspilsins í Evrópu um sæti á HM kvenna í fótbolta, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku.
Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira