Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. september 2022 07:00 Umboðsmaður Antony Santos fékk líklega væna summu þegar leikmaðurinn var keyptur til Manchester United á rúmlega 80 milljónir punda. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins. Enski boltinn FIFA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira