„Fengum fullt af hraðaupphlaupum sem er ekki sjálfgefið í okkar leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. september 2022 21:40 Patrekur Jóhannesson var ánægður með sigur á FH Stjarnan vann FH í fyrstu umferð Olís deildar karla. Stjarnan vann nokkuð sannfærandi sigur 28-33. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur í Kaplakrika. „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Sérstaklega fyrri hálfleik þar sem við vorum 14-19 yfir og það var mikil orka í liðinu. Við vorum að fá hraðaupphlaup og unnum þá keppni sem ég var ánægður með. Ef ég á að gagnrýna mitt lið þá datt botninn úr þessu hjá okkur síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Patrekur ánægður með sigurinn gegn öflugu liði FH. Liðin skiptust á mörkum til að byrja með og var staðan 10-10 eftir tuttugu mínútur en síðan tók Stjarnan yfir. „Bæði lið notuðu marga leikmenn og við náðum góðu áhlaupi en aftur á móti vorum við lélegir síðustu fimmtán mínúturnar. Það er alltaf gaman að vinna en ég hefði viljað enda leikinn betur.“ „Við vorum mjög einbeittir. Það voru margir að leggja í púkk og mörkin dreifðust á marga menn. Ég var ánægður með að við vorum að hlaupa og maður vill sjá í fyrsta leik að það sé orka í liðinu og við höfum ekki alltaf verið að fá þessi hraðaupphlaup.“ Arnór Freyr Stefánsson fékk boltann í hausinn og gat ekki haldið leik áfram. Jóhann Karl Reynisson fékk einnig högg á andlitið snemma leiks og kom ekki meira við sögu. „Ég held að heilsa Arnórs sé fín en Jóhann Karl er mögulega nefbrotinn. Auðvitað eru svona atvik alltaf óhugnanleg en um algjört óviljaverk var að ræða í bæði skiptin,“ sagði Patrekur Jóhannesson að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með sigurinn. Sérstaklega fyrri hálfleik þar sem við vorum 14-19 yfir og það var mikil orka í liðinu. Við vorum að fá hraðaupphlaup og unnum þá keppni sem ég var ánægður með. Ef ég á að gagnrýna mitt lið þá datt botninn úr þessu hjá okkur síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Patrekur ánægður með sigurinn gegn öflugu liði FH. Liðin skiptust á mörkum til að byrja með og var staðan 10-10 eftir tuttugu mínútur en síðan tók Stjarnan yfir. „Bæði lið notuðu marga leikmenn og við náðum góðu áhlaupi en aftur á móti vorum við lélegir síðustu fimmtán mínúturnar. Það er alltaf gaman að vinna en ég hefði viljað enda leikinn betur.“ „Við vorum mjög einbeittir. Það voru margir að leggja í púkk og mörkin dreifðust á marga menn. Ég var ánægður með að við vorum að hlaupa og maður vill sjá í fyrsta leik að það sé orka í liðinu og við höfum ekki alltaf verið að fá þessi hraðaupphlaup.“ Arnór Freyr Stefánsson fékk boltann í hausinn og gat ekki haldið leik áfram. Jóhann Karl Reynisson fékk einnig högg á andlitið snemma leiks og kom ekki meira við sögu. „Ég held að heilsa Arnórs sé fín en Jóhann Karl er mögulega nefbrotinn. Auðvitað eru svona atvik alltaf óhugnanleg en um algjört óviljaverk var að ræða í bæði skiptin,“ sagði Patrekur Jóhannesson að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira