Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2022 13:46 Alix Perez á að baki farsælan feril. Aðsent Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985) Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins en undanfarið hefur hann komið fram á tónlistarhátíðum eins og Hróarskeldu, Tomorrowland, Dimensions, Glastonbury og Outlook svo einhverjar séu nefndar. Viðburðurinn er hluti af tíu ára afmæli plötusnúðahópsins Hausa og verður auka hljóðkerfi bætt inn á Húrra sérstaklega fyrir þetta kvöld. „Það er búið að vera á döfinni að fá hann til landsins í langan tíma,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. Alix Perez á að baki farsælan feril sem drum & bass og dubstep tónlistarmaður. Ásamt því að gefa út tónlist undir eigin nafni er hann annar hluti tvíeykisins SHADES sem einblínir á bassaþunga tóna. Til viðbótar stofnaði hann plötuúgáfuna 1985 Music sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu árin. Hann er álitinn einn fremsti listamaður bassatónlistar í dag og er þekktur fyrir framúrskarandi sköpunargáfu hvort sem það er á sviði tónlistar, tísku eða hönnunar. Alix PerezAðsent „Við erum búnir að halda nokkra viðburði á þessu ári í tilefni af tíu ára starfsafmæli okkar og koma Alix Perez til landsins er klárlega sá stærsti sem við höfum haldið hingað til. Hann á marga aðdáendur á Íslandi og því fannst okkur við hafa verið heppnir að hafa náð honum hingað sérstaklega eftir hann settist að í Nýja Sjálandi,“ segir Bjarni. Ásamt Alix Perez koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben en Tálsýn mun svo sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Hér fyrir neðan má heyra brot úr nýjasta lagi Alix Perez. View this post on Instagram A post shared by A L I X ______ P E R E Z (@alixperez1985)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira