Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 06:39 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Hinir grunuðu eru báðir látnir. AP/Michael Bell Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust. Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust.
Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26