Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 23:18 Listahópurinn hefur starfað í rýminu í um tvö ár og hleypt þar að hinum ýmsu listamönnum sem vilja spreyta sig og halda sýningar, tónleika og margt fleira. vísir/sigurjón Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður. Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður.
Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira